Þjóðmál - 01.12.2012, Page 47

Þjóðmál - 01.12.2012, Page 47
46 Þjóðmál VETUR 2012 álitinu kemur fram að fræðimenn hafi vakið athygli á þeirri þversögn sem felist í þeirri staðreynd að norrænu ríkin (e . Scandinav ian countries) séu meðal þróuðustu lýðræðis- ríkja heims, þar sem rík áhersla sé lögð á þátttöku almennings í samfélagsmálum og frjálsum félagasamtökum, á sama tíma sem þjóðaratkvæðagreiðslur sem lýðræðislegur valkostur séu fádæma sjaldgæfar . Bæði stjórnmálamenn og stjórnmálafræðingar benda á að sú hætta sé fyrir hendi að aukin notkun þjóðaratkvæðagreiðslna geti ógnað þeirri stjórnmálalegu hefð sem myndast hefur á Norðurlöndum en hún byggir á málamiðlunum og vilja til samstarfs þvert á stjórnmálaleg viðhorf . Í áliti Feneyjanefndarinnar um hug mynd- ir um frekari ákvæði um þjóðaratkvæða- greiðslur í finnsku stjórnarskránni kemur fram sú skoðun að rýmki Finnar heimildir í þessum efnum sé nauðsynlegt að í slíku ákvæði séu reglur um orðalag, framsetningu og skýrleika þeirra spurninga sem lagðar yrðu fyrir almenning . Sérfræðingar nefndarinnar telja að varhugavert sé að breyta ríkjandi fyrirkomulagi þar sem einungis er gert ráð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum í alstærstu málum, s .s . um aðild að Evrópusambandinu . Nefndarmenn benda þó á að við þessar kringumstæður, þegar sérfræðingar telja ekki réttlætanlegt að mæla með einni aðferð umfram aðra, hljóti ákvörðunin að byggjast á pólitískum vilja nauðsynlegs meirihluta . IV . Umfjöllun sérfræðinganna um stöðu, völd og kjör forseta lýðveldisins Finnlands er all - ítarleg og snýst um að hrekja fullyrðingar um að Finnar búi við einhvers konar út- gáfu af forsetaræði (e . semi-presidential rule), svipuðu og viðgengst í Frakklandi . Í al menn um athugasemdum sérfræðinganna um hugsanlegar breytingar á stöðu forsetans er lögð áhersla á þýðingu þess að hann sé kjörinn beinni kosningu af þjóðinni . Sérfræðingarnir telja valdalaust embætti illa samrýmast lýðræðislegu umboði þjóðkjörins forseta . Í álitinu segir að þótt ákvörðun um aðferð við forsetakjör, bein eða óbein kosning, sé í höndum stjórnmálamanna megi færa fyrir því þungvæg rök að ekki eigi að hverfa frá þjóðkjöri í embætti forseta . Erfitt geti reynst að sætta almenning við það að frá honum sé tekinn réttur til að velja sér þjóðhöfðingja . Sérfræðingarnir fullyrða að enginn vilji axla ábyrgð á slíkri réttarskerðingu og benda á þróunina í Frakklandi máli sínu til stuðnings (bls . 12) . Í öðru lagi benda nefndarmenn á að það sé vel þekkt fyrirkomulag í öðrum löndum að þjóðhöfðingi kosinn beinni kosningu hafi takmörkuð völd . Þeir nefna Austurríki, Ísland og Írland í þessu sambandi . Í þriðja lagi telja sérfræðingarnir ráðlegt að halda stöðu og hlutverki forsetans óbreyttu í ljósi þeirra markmiða sem Finnar hafi sett sér við mögulega endurskoðun stjórnarskrárinnar, þ .e .a .s . að komast hjá rofi í stjórnskipun landsins þótt unnið sé að uppfærslu á orðalagi ákvæða stjórnarskrárinnar og almennri nútímavæðingu hennar . Sérfræðingarnir telja ráðlagt að hrófla ekki við þeim völdum sem forsetinn hafi samkvæmt núgildandi stjórnarskrá . Forsetinn geti í krafti stöðu sinnar miðlað málum og staðið vörð um stjórnskipunina ef stjórnmálin lendi í öngstræti og hrun blasi við . Við þær kringumstæður sé embætti forseta lýðveldisins trygging fyrir stöðugleika sem og sveigjanleika . V . Kaflinn um skipulag og samskipti löggjafarvalds og framkvæmdavalds er stuttur og snýst um að rekja vandann sem getur hlotist af „smásmugulegum“ og ítarlegum stjórnarskrárákvæðum .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.