Þjóðmál - 01.12.2012, Síða 47

Þjóðmál - 01.12.2012, Síða 47
46 Þjóðmál VETUR 2012 álitinu kemur fram að fræðimenn hafi vakið athygli á þeirri þversögn sem felist í þeirri staðreynd að norrænu ríkin (e . Scandinav ian countries) séu meðal þróuðustu lýðræðis- ríkja heims, þar sem rík áhersla sé lögð á þátttöku almennings í samfélagsmálum og frjálsum félagasamtökum, á sama tíma sem þjóðaratkvæðagreiðslur sem lýðræðislegur valkostur séu fádæma sjaldgæfar . Bæði stjórnmálamenn og stjórnmálafræðingar benda á að sú hætta sé fyrir hendi að aukin notkun þjóðaratkvæðagreiðslna geti ógnað þeirri stjórnmálalegu hefð sem myndast hefur á Norðurlöndum en hún byggir á málamiðlunum og vilja til samstarfs þvert á stjórnmálaleg viðhorf . Í áliti Feneyjanefndarinnar um hug mynd- ir um frekari ákvæði um þjóðaratkvæða- greiðslur í finnsku stjórnarskránni kemur fram sú skoðun að rýmki Finnar heimildir í þessum efnum sé nauðsynlegt að í slíku ákvæði séu reglur um orðalag, framsetningu og skýrleika þeirra spurninga sem lagðar yrðu fyrir almenning . Sérfræðingar nefndarinnar telja að varhugavert sé að breyta ríkjandi fyrirkomulagi þar sem einungis er gert ráð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum í alstærstu málum, s .s . um aðild að Evrópusambandinu . Nefndarmenn benda þó á að við þessar kringumstæður, þegar sérfræðingar telja ekki réttlætanlegt að mæla með einni aðferð umfram aðra, hljóti ákvörðunin að byggjast á pólitískum vilja nauðsynlegs meirihluta . IV . Umfjöllun sérfræðinganna um stöðu, völd og kjör forseta lýðveldisins Finnlands er all - ítarleg og snýst um að hrekja fullyrðingar um að Finnar búi við einhvers konar út- gáfu af forsetaræði (e . semi-presidential rule), svipuðu og viðgengst í Frakklandi . Í al menn um athugasemdum sérfræðinganna um hugsanlegar breytingar á stöðu forsetans er lögð áhersla á þýðingu þess að hann sé kjörinn beinni kosningu af þjóðinni . Sérfræðingarnir telja valdalaust embætti illa samrýmast lýðræðislegu umboði þjóðkjörins forseta . Í álitinu segir að þótt ákvörðun um aðferð við forsetakjör, bein eða óbein kosning, sé í höndum stjórnmálamanna megi færa fyrir því þungvæg rök að ekki eigi að hverfa frá þjóðkjöri í embætti forseta . Erfitt geti reynst að sætta almenning við það að frá honum sé tekinn réttur til að velja sér þjóðhöfðingja . Sérfræðingarnir fullyrða að enginn vilji axla ábyrgð á slíkri réttarskerðingu og benda á þróunina í Frakklandi máli sínu til stuðnings (bls . 12) . Í öðru lagi benda nefndarmenn á að það sé vel þekkt fyrirkomulag í öðrum löndum að þjóðhöfðingi kosinn beinni kosningu hafi takmörkuð völd . Þeir nefna Austurríki, Ísland og Írland í þessu sambandi . Í þriðja lagi telja sérfræðingarnir ráðlegt að halda stöðu og hlutverki forsetans óbreyttu í ljósi þeirra markmiða sem Finnar hafi sett sér við mögulega endurskoðun stjórnarskrárinnar, þ .e .a .s . að komast hjá rofi í stjórnskipun landsins þótt unnið sé að uppfærslu á orðalagi ákvæða stjórnarskrárinnar og almennri nútímavæðingu hennar . Sérfræðingarnir telja ráðlagt að hrófla ekki við þeim völdum sem forsetinn hafi samkvæmt núgildandi stjórnarskrá . Forsetinn geti í krafti stöðu sinnar miðlað málum og staðið vörð um stjórnskipunina ef stjórnmálin lendi í öngstræti og hrun blasi við . Við þær kringumstæður sé embætti forseta lýðveldisins trygging fyrir stöðugleika sem og sveigjanleika . V . Kaflinn um skipulag og samskipti löggjafarvalds og framkvæmdavalds er stuttur og snýst um að rekja vandann sem getur hlotist af „smásmugulegum“ og ítarlegum stjórnarskrárákvæðum .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.