Þjóðmál - 01.12.2012, Side 57

Þjóðmál - 01.12.2012, Side 57
56 Þjóðmál VETUR 2012 þjóðarframleiðslu á mann . Þjóðarframleiðsla endurspeglar svo gjarna þjóðartekjur svo að eðlilegt þykir að í þeim löndum þar sem tekjur fólks eru almennt hærri en annars staðar hafi það áhrif til hækkunar á verði fyrir heilbrigðisþjónustu hvort sem hún er einka- eða ríkisrekin . Þannig er heilbrigðiskerfið í Sviss og Lúxemborg mun dýrara fyrir skatt greið endur en til að mynda á Íslandi . Hið sama gildir vitaskuld um Bandaríkin . Þjóðartekjur á mann þar eru meðal þeirra hæstu í heimi þannig að eðlilegt er að heil- brigðiskerfið taki mið af því . Samkvæmt út- reikningum alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey skýrir þjóðarframleiðsla á mann 88% af útgjöldum til heilbrigðismála á milli OECD-landa . Háar þjóðartekjur skýra því drjúg an hluta af hinu dýra heilbrigðiskerfi í Bandaríkjunum . Sú staðreynd dugar hins vegar ekki til að skýra allan umframkostnaðinn . Sam kvæmt nýjustu tölum frá OECD verja Banda ríkja- menn vel yfir 17% af þjóðar framleiðslu til heil- brigðiskerfisins, en næstu lönd fyrir neðan, t .d . Sviss og Holland, í kringum 12% . Hér munar því u .þ .b . 45%, sem er vitaskuld verulegur munur . Íslendingar verja rúmum 9% . Því er rétt að skoða hvaða þættir kunna að ráða því að heilbrigðisþjónusta í Bandaríkjunum er dýrari en reikna mætti með út frá háum þjóðartekjum . Vinnuveitandi borgar, ekki starfsmaðurinn Í seinni heimsstyrjöldinni var mikill hiti í efnahagslífi Bandaríkjanna . Eitt af því sem stjórnvöld gerðu til að draga úr verð bólgu var að setja þak á launahækkanir . Þessi inngrip stjórnvalda leiddu til þess að vinnuveitendur fóru að bjóða heilsutryggingar sem hluta af launakjörum . Þar með má með nokkurri einföldun segja að rofið hafi verið hið beina samband sem verið hafði á milli læknis og skjólstæðings . Skyndilega var kominn milli- liður, þ .e . vinnu veitandi . Að auki tóku þessar tryggingar í mörgum tilfellum að þróast í þá átt að vera fyrirfram greidd þjónusta fyrir hefðbundna læknisþjónustu sem fólk greiddi áður fyrr jafnharðan við hverja lækn- isheimsókn eða smáaðgerð . Þetta hefur svo smám saman gert það að verkum, ólíkt því sem áður var, að lítill hvati er orðinn fyrir fólk að fara til þess læknis sem býður hagstæðasta verðið . Nóg er að sýna tryggingarskírteinið til staðfestingar á að þjónustan og lyf verði greidd af viðkomandi tryggingafélagi . Þá vantar einnig upp á hvata hjá lækninum að leita ódýrari meðferðarlausna og lyfja . Trygg- ingafélagið borgar reikninginn hvort sem er, a .m .k . að mestu leyti . Ekki nóg með að vinnuveitendur gegni þessu furðulega milliliðahlutverki heldur þurfa starfsmenn ekki að greiða skatt af þeim hlunnindum sem í heilsutryggingu felast . Það getur jafnvel verið hagstæðara fyrir starfsmann að hafa lág laun en góða heilsu- tryggingu heldur en há laun og borga heilsu- trygginguna sjálfur . Ótal aðilar, þar á meðal Milton Friedman, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, hafa talið þessi skattafríðindi hafa ráðið miklu um hversu fljótt þetta óheppilega kerfi festist í sessi og lagt til að ráðast þyrfti í samstillt átak til að vinda ofan af því, t .d . með því að skattleggja heilsutryggingar í boði vinnu- veitanda eins og laun til móts við lækkunar á sköttum almennt . Fljótlega eftir að vinnuveitendur tóku að sér hlutverk þessa milliliðar í heil brigðis- þjón ustunni tóku heilsu trygg ingar að hækka mun skarpar en áður hafði þekkst og einnig hraðar en kostnaður vegna heilbrigðis þjón- ustu í öðrum löndum . Á þá stað reynd hafa fjölmargir hagfræðingar og þjóðfélags gagn - rýnendur bent, t .d . Friedman og Gary Becker, einnig Nóbelsverðlaunahafi í hag fræði . Annar óæskilegur fylgifiskur þess fyrir-

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.