Þjóðmál - 01.12.2012, Side 72

Þjóðmál - 01.12.2012, Side 72
 Þjóðmál VETUR 2012 71 hörmu lega þróun er okkur Íslendingum ekki alveg óviðkomandi, svo mjög sem við stóðum í broddi fylkingar í Sameinuðu þjóð unum um stofnun þjóðarheimilis Gyð- inga í Palestínu . Leiðtogarnir Ben Gurion og Golda Meir komu hingað í þakk lætis- heimsókn . Bandaríkjaforseti leggur greini - lega aðaláherslu á friðsamlega og spennu- lausa sambúð Kína og grannríkja þess við Kínahaf . Eftir endurkjörið fór Obama að reka það erindi á leiðtogafundi Suð- austur-Asíuríkja — ASEAN — í Kamb- ód íu í október . Þá heimsótti hann einnig Myanmar eða Burma og Thailand sem bandamenn í viðleitni Bandaríkjanna til að halda hernaðarjafnvægi í Asíu eftir 2014 þegar NATO-herir hverfa frá Afghanistan . Annars stendur slagurinn hjá nýrri Obama-stjórn um að ná tökum á ríkis- fjármál un um . Draga verður stórlega úr ríkis útgjöld um og hækka skatta, ef koma á í veg fyrir svo harða kreppu, að í stað hagvaxtar í Bandaríkjunum árið 2014 komi 5% samdráttur . Er þessu réttilega líkt við að steypast fram af hengiflugi . Nú hefur ríkisstjórnarflokkurinn, Demókratar, ekki meirihluta í annarri þingdeildinni, þannig að kollsteypunni verður ekki forðað nema með samningum við Repúblikana, sem lítið verður spáð um . Einar Benediktsson Varnarmál — ný viðhorf Oft er stórt spurt á tímum óvissu en minna verður um góð svör . Grein- ing ar flestra sérfræðinga, en ekki allra, gefa til kynna að gjörbreytt staða heims mála sé í nánd vegna mikilla tilfærslna efnahagsstyrks og hernaðarmáttar vesturvelda til Kína . Hvað verður þá um heimsveldisstöðu Bandaríkj- anna? Svarið er vafalaust háð því hvort þeir endurheimti eigin tiltrú og annarra sem á ár- þúsundamótunum var í sögulegu hámarki; þeir höfðu leitt kalda stríðið friðsamlega til lykta . Eftir hryðjuverkaárásirnar á New York og Washington 11 . september 2001 nutu Bandaríkin meiri almenns stuðnings og samúðar í heimsbyggðinni en fyrr . En þessi staða snerist í andhverfu sína við stríðsaðgerðirnar í Írak og Afghan istan . Mikið mannfall, eyðilegging og gífurlegur stríðs kostnaður bætti við banka- og fjár- mála hrunið . Bandaríkin höfðu glatað orðstír sínum, sóað þjóðar auði og stór skuldsett sig við Kína . Söguþróunin gefur stórveldum engin grið . Er sambúð Ísrael og hinna marghrjáðu Palestínumanna óleysanlegt vandamál? Ís- lend ingar sem aðrir gagnrýna Bandaríkin harð lega fyrir að vopnavæða Ísrael . Þessi _____________ Ritgerð þessi er byggð á fyrirlestri höfundar á aðalfundi Varðbergs 22 . nóvember 2012 .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.