Þjóðmál - 01.12.2012, Side 77

Þjóðmál - 01.12.2012, Side 77
76 Þjóðmál VETUR 2012 Nauðsynlegt er að að 3 . hefja þátttöku í samskiptaferli ESB við Bandaríkin . Allar viðræður og samráð varðandi efna hags- og viðskiptatengsl Evrópu ríkja og Bandaríkjanna eru í skipulagi sem mjög er sinnt en nær einungis til ESB-aðila . Önnur Evrópulönd eru utangarðs . Er framtíðin fríverslun ESB og BNA? Að fylgja eftir hagsmunum í þróun 4. varnarsamvinnu ESB. Öryggis- og varn- ar málastefnan (CSDP) í tengslum við NATO kann að þróast svo að Banda- ríkin dragi hernaðarstyrk úr Evrópu og það hugsanlega alveg . Frakkar og Bret ar eiga varnarsamstarf innan ESB með St . Malo-samningnum . Væri ráð að einhver önnur ríki gerist aðilar að tví hliða varnarsamningnum við Banda- ríkin frá 1951? Að viðskipti við Kína séu í ESB­ferlum.5. — Tvíhliða viðskipta samn ingur við Kína hefur víst átt að heita í umræðu um langt árabil . Ef slík samningsgerð fæli í sér ívilnanir risaveldinu til handa um landvistar- og atvinnuleyfi fyrir kínverskt starfsfólk í örríkinu Íslandi, yrði hún ekki til ávinnings heldur beinlíns hættuleg . Sama á við um ívilnanir til fjárfestinga og framkvæmda sem á ekki að gera frjálsari heldur þvert á móti að hafa undir eftirliti, svo sem áður greinir . Það er athyglisvert að Obama lét vandamál in við Kína ekki bíða eftir endurkjörið og heimsótti Suðaustur- Asíu í október . Áherslan á leiðtogafundi ASEAN-ríkja í Kambódíu var að draga skyldi úr spennu í deilum í Suður- Kínahafi . Heimsóknir hans til Burma og Thailands voru væntanlega vegna flutnings varna og vígbúnaðar á Kyrrahafssvæðið . Heildarstefnumörkun Bandaríkjanna fyrir Norðurskautið hefur verið vanrækt og þeir enn ekki fullgilt Hafréttarsáttmálann sem Bush og Obama reyndu árangurslaust að koma í verk við hina tregu öldungadeild Bandaríkjaþings . Að lokum þetta: Öryggi Íslands hvílir mjög á samvinnu • við Bandaríkin . Hlutverk okkar er að skilgreina í Washington að á norður- slóðum eigum við sameiginlega hags- muni . En hvað með almenningsálitið 2012? • Hefur allur áróðurinn gegn NATO og herliði í Keflavík haft þau áhrif að hluti þjóðarinnar trúi að Ísland búi við varanlegt, sjálfgefið öryggi? Engin umræða er um varnarmál . Væri hún ekki tímabær einmitt nú? V ið brottför varnarliðsins varð strategiskt tómarúm — power vacuum — á Norður- Atlantshafssvæðinu . Ísland, í fjarlægð frá öðrum, varð þar með eina aðildarríki NATO sem var ekki með neinar fastar heimavarnir . Þessi staða hefur væntanlega vakið áhuga Kínverja um að koma sér fyrir í strategískri framtíðarstöðu á Íslandi . Ekki hafa þeir verið lattir af stjórnvöldum við heimsókn Wens forsætisráðherra í sumar og komu ísbrjóts ins Xuelong .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.