Þjóðmál - 01.12.2012, Blaðsíða 79

Þjóðmál - 01.12.2012, Blaðsíða 79
78 Þjóðmál VETUR 2012 Þótt Geir tali eins og ég sé hreinræktaður hentistefnumaður þá nefnir hann ekki rök mín fyrir „hentistefnunni mjúku“ en ég nota m .a . reglugreiningu heimspekingsins Ludwigs Wittgensteins til að renna stoðum undir mjúka hentistefnu . Samkvæmt henni er ekki til nein regla fyrir því hvernig reglu skuli beitt, finni menn regluna R1 fyrir því hvernig reglunni R skuli beitt þá verða menn að finna regluna R2 fyrir beitingu R1 og svo koll af kolli . Menn lenda í vítarunu, finna aldrei hina einu sönnu reglu fyrir reglubeitingu . Þetta þýðir að minni hyggju að finna megi þumalfingursþátt í allri reglubeitingu . Beita verður upplýstri dómgreind til að ákveða hvernig reglum skuli beitt við síbreytilegar aðstæður . Þetta gildir að mínu áliti jafnt um siðferðisreglur sem reglur um góða hagstjórn, engin formúla er fyrir góðu siðgæði eða góðri hagstjórn . (Kík, bls . 31–41 .) Geir talar eins og bók mín fjalli aðallega um efnahagsmál . Það er villandi, bókin fjallar fremur um heimspekileg vandamál en önnur, t .d . um frelsishugtakið, lýðræði, réttlæti og aðferðir félagsvísinda (Kík, bls . 45–69, 161–301) . Er ég sósíalisti? Þó tekur steininn úr er Geir reynir að gera mig að fylgismanni fjöldamorð- ingjans Maó Tse-Tung . En ég skrifaði grein í Þjóðmál um Maó þennan og fór niðrandi orðum um hann .2 Þar talaði ég um þær tugmilljónir Kínverja sem dóu vegna yfir- gangs Maós og bætti við að hið maóísk- kommúníska hagkerfi hafi verið vægast sagt óskilvirkt . Ég velti því líka fyrir mér hvort það hefði ekki verið Kínverjum fyrir bestu ef kommúnistar hefðu beðið ósigur í borgarastyrjöldinni 1946–9 . Í bók minni segi ég um Kína nútímans: „Kerfið kínverska er orðið tævanskt, en sú staðreynd afsakar ekki margháttuð mann- réttindabrot hinna kommúnísku stjórn- enda .“ (Kík 121 .) Ég sem sagt fordæmi mannréttindabrot kommúnistanna austur þar og frábið mér alla flokkaskipan með kommúnískum harðstjórum . Ekki nóg með það, í nýlegri greini gagnrýni ég marxismann og segi að þeir Marx og Engels séu ekki alsaklausir af yfirgangi kommúnista .3 Geir kallar mig „sósíalista“ um leið og hann kennir mig við hreinræktaða henti- stefnu . Getur maður verið hvort tveggja? Ekki eitt orð um að ég hafna hugmyndinni um lýðræðislegan sósíalisma og segi bein- um orðum: „Niðurstaðan af þessum vanga- veltum um sósíalisma, frelsi og lýðræði er sú að þótt við getum ekki útilokað möguleikann á lýðræðislegum sósíalisma þá virðist hugmyndin ekki vera ýkja góð . Það má finna ýmislegt gott í gagnrýni frjálshyggjumanna á sósíalismann, þótt annað sé lakara . Meðal annars þess vegna er engin ástæða til að taka áhættuna á lýðræðislegum sósíalisma, hann gæti verið leiðin til ófarnaðar .“ (KíK, bls . 218–219 .) Enn fremur segi ég orðrétt: „Meðal þess sem hagfræðingar hafa sagt af viti er gagnrýni von Mises og von Hayeks á altæk- an áætlunarbúskap . Þeir sögðu að mögu leg áætlunarstjórn gæti ekki haft neinn mæli- kvarða á skynsamlega hagstjórn . Verðkerfið væri slíkur mælikvarði í markaðskerfinu en ekkert sambærilegt gæti orðið til í áætlunarkerfi . . .“(KíK, bls . 67 .) Talar sósíalisti svona? Er hagfræðin pottþétt vísindagrein? Ekki nóg með þetta, Geir gerir mig að talsmanni „eyðsluhagfræði Keynes“ (Geir (2012), bls . 87–88) . En ég segi orðrétt: „ . . . hagfræðikenningar Keynes svífa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.