Þjóðmál - 01.12.2012, Page 83

Þjóðmál - 01.12.2012, Page 83
82 Þjóðmál VETUR 2012 Bókadómar _____________ Gunnar Þór Bjarnason: Upp með fánann! Mál og menning, Reykjavík 2012, 343 bls . Eftir Björn Bjarnason Þegar spurt er í hópi manna sem almennt eru vel að sér um stjórnmála- sögu Íslands: Um hvað snerust deilurnar vegna uppkastsins 1908? er svarið: Var það ekki um ríkisráðsfleyginn? Áður en ég las bók Gunnars Þórs Bjarnasonar Upp með fánann! hefði ég svarað á þennan hátt . Í bók sinni dregur Gunnar Þór allt aðra mynd af baráttunni um uppkastið en að hún hafi snúist um ríkisráðsfleyginn svonefnda það er hvort málefni Íslands skyldu borin upp við konung í danska ríkisráðinu . Mun meira var í húfi . Nú á tímum berast stundum fregnir af sögulegum ákvörðunum sem þjóðar- leiðtogar taka þegar þeir hittast við útfarir . Þá er andrúmsloftið oft annað en ef langur aðdragandi er að formlegum leiðtogafundi . Aðdragandinn einn kann að skerpa á ágreiningsefnum og skapa spennu um hvor eða hver hafi betur þegar til fundarins kemur . Við jarðarfarir hafa menn tækifæri til að stinga saman nefjum á annan hátt og án þess að um sé að ræða aðrar skuldbindingar en þær að ætla að taka eitthvað til athugunar í kyrrþey . Þegar heimastjórn kom til sögunnar á Íslandi árið 1904 hafði Kristján níundi konungur, sem kom hingað til lands árið 1874 og afhenti Íslendingum fyrstu stjórnarskrána, ráðið ríkjum í 40 ár . Hann lést 29 . janúar 1906 . Fréttin um andlátið barst í loftskeyti til Íslands . Hannes Hafstein ráðherra brást strax til brottfarar og náði til Kaupmannahafnar í tæka tíð fyrir útför konungs . „Svo nálæg voru útlönd orðin,“ segir Gunnar Þór . Friðrik áttundi tók við konungdæmi í Danmörku, „sannkallaður Íslandsvinur“ sem kunni dálítið í íslensku . Hannes Haf- stein hitti hinn nýkrýnda konung í ferð sinni, „þeim varð strax vel til vina og samskipti þeirra einkenndust alla tíð af hlýju og gagnkvæmri virðingu“ . Hannes stakk upp á því á fundi með konungi og ráð herrum ríkisstjórnarinnar að skipuð yrði nefnd til að semja ný lög um samband Dan- merkur og Íslands sem kæmi í stað stöðu- laganna frá árinu 1871 . Gunnar Þór segir: „Tillaga Hannesar varð ekki útrædd að sinni . En hugmyndin var fædd . Baráttuna um uppkastið tveimur árum síðar má rekja til Danmerkurferðar Íslandsráðherrans í febrúar 1906 þegar hann, ásamt mörgu af helsta fyrirfólki Evrópu, fylgdi Kristjáni níunda til grafar og notaði tækifærið til að minna danska ráðamenn á málefni Íslands .“ Í bókinni Upp með fánann! er saga þessa sögulega áfanga í samskiptum Íslendinga og Dana rakin á einstaklega greinargóðan Mikilvægt framlag til stjórnmálasögunnar

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.