Þjóðmál - 01.12.2012, Síða 83

Þjóðmál - 01.12.2012, Síða 83
82 Þjóðmál VETUR 2012 Bókadómar _____________ Gunnar Þór Bjarnason: Upp með fánann! Mál og menning, Reykjavík 2012, 343 bls . Eftir Björn Bjarnason Þegar spurt er í hópi manna sem almennt eru vel að sér um stjórnmála- sögu Íslands: Um hvað snerust deilurnar vegna uppkastsins 1908? er svarið: Var það ekki um ríkisráðsfleyginn? Áður en ég las bók Gunnars Þórs Bjarnasonar Upp með fánann! hefði ég svarað á þennan hátt . Í bók sinni dregur Gunnar Þór allt aðra mynd af baráttunni um uppkastið en að hún hafi snúist um ríkisráðsfleyginn svonefnda það er hvort málefni Íslands skyldu borin upp við konung í danska ríkisráðinu . Mun meira var í húfi . Nú á tímum berast stundum fregnir af sögulegum ákvörðunum sem þjóðar- leiðtogar taka þegar þeir hittast við útfarir . Þá er andrúmsloftið oft annað en ef langur aðdragandi er að formlegum leiðtogafundi . Aðdragandinn einn kann að skerpa á ágreiningsefnum og skapa spennu um hvor eða hver hafi betur þegar til fundarins kemur . Við jarðarfarir hafa menn tækifæri til að stinga saman nefjum á annan hátt og án þess að um sé að ræða aðrar skuldbindingar en þær að ætla að taka eitthvað til athugunar í kyrrþey . Þegar heimastjórn kom til sögunnar á Íslandi árið 1904 hafði Kristján níundi konungur, sem kom hingað til lands árið 1874 og afhenti Íslendingum fyrstu stjórnarskrána, ráðið ríkjum í 40 ár . Hann lést 29 . janúar 1906 . Fréttin um andlátið barst í loftskeyti til Íslands . Hannes Hafstein ráðherra brást strax til brottfarar og náði til Kaupmannahafnar í tæka tíð fyrir útför konungs . „Svo nálæg voru útlönd orðin,“ segir Gunnar Þór . Friðrik áttundi tók við konungdæmi í Danmörku, „sannkallaður Íslandsvinur“ sem kunni dálítið í íslensku . Hannes Haf- stein hitti hinn nýkrýnda konung í ferð sinni, „þeim varð strax vel til vina og samskipti þeirra einkenndust alla tíð af hlýju og gagnkvæmri virðingu“ . Hannes stakk upp á því á fundi með konungi og ráð herrum ríkisstjórnarinnar að skipuð yrði nefnd til að semja ný lög um samband Dan- merkur og Íslands sem kæmi í stað stöðu- laganna frá árinu 1871 . Gunnar Þór segir: „Tillaga Hannesar varð ekki útrædd að sinni . En hugmyndin var fædd . Baráttuna um uppkastið tveimur árum síðar má rekja til Danmerkurferðar Íslandsráðherrans í febrúar 1906 þegar hann, ásamt mörgu af helsta fyrirfólki Evrópu, fylgdi Kristjáni níunda til grafar og notaði tækifærið til að minna danska ráðamenn á málefni Íslands .“ Í bókinni Upp með fánann! er saga þessa sögulega áfanga í samskiptum Íslendinga og Dana rakin á einstaklega greinargóðan Mikilvægt framlag til stjórnmálasögunnar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.