Þjóðmál - 01.12.2012, Side 84

Þjóðmál - 01.12.2012, Side 84
 Þjóðmál VETUR 2012 83 hátt . Gunnar Þór ritar einfaldan og skýran texta og setur flókin mál fram á þann veg að opnuð er skarpari sýn á þetta mikla átakamál en áður hefur verið gert . Menn rita um Íslandssöguna hver frá sínum sjónarhóli og saga uppkastsins hefur mjög verið mótuð af hinum hörðu persónulegu átökum sem urðu milli manna vegna þess . Eins og gjarnan er hefur frekar verið rætt um manninn en málefnið . Í bókinni Vonarstræti (húsið sem um ræðir hefur nú verið flutt að Kirkju- stræti) segir Ár mann Jakobsson frá Skúla Thor- odd sen og konu hans Theo- dóru, for feðrum sínum, og þátt töku hans (eða þeirra) í nefndinni sem fór héðan til Kaup manna hafnar til að semja við Dani um texta sem aldrei er kall- aður annað en uppkastið og ætlað var að koma í stað stöðulaganna frá 1871 . Skúli veiktist áður en viðræðunum lauk en auk Theodóru sátu Bjarni Jónsson frá Vogi og Ari Jónsson Arnalds yfir honum í Kaup- manna höfn . Skúli skapaði sér sérstöðu á lokastigum viðræðnanna í apríl 1908 og stóð ekki að uppkastinu þegar fulltrúarnir í millilandanefndinni samþykktu það 6 . maí . Hinn 14 . maí 1908 hittust íslensku og dönsku nefndarmennirnir í níunda og síðasta sinn og rituðu undir uppkastið . Þá voru liðnir tveir mánuðir og sex dagar frá því að fyrsti fundur um málið var haldinn í Kaupmannahöfn . Hinn 6 . maí var teningunum kastað meðal þeirra sem tóku þátt í viðræðunum í Kaup mannahöfn . Bjarni frá Vogi sendi skeyti til félaga síns í Reykjavík: „Upp með fán ann . Ótíðindi!“ Bjarni brá sér um borð í milli landaskipið Ceres í Kaupmannahöfn og hinn 12 . maí steig hann á land á Seyðisfirði og efndi til baráttufundar gegn niðurstöðunni sem lá enn án undirritunar í Kaupmannahöfn . Hann sigldi með Ceres norður fyrir land til Reykjavíkur, efndi til fundar á Akureyri 15 . maí, 19 . maí á Ísafirði og kom til Reykjavíkur 22 . maí en daginn áður hafði Ari Arnalds komið til landsins . Samninganefndin sjálf, án Skúla, sem lá veikur í Kaupmannahöfn, kom ekki til landsins fyrir nokkrum dögum síðar . Gunnar Þór segir: Skeyti með uppkastinu í heild sinni var sent frá Kaupmannahöfn til Íslands fimmtudaginn 14 . maí . Samkvæmt frá- sögn Ísafoldar var það „langlengsta sím skeytið sem hingað hefur komið sunnan um sæ“, 746 orð og kostaði hvorki meira né minna en 261 krónu og 10 aura . Beint samband við útlönd var ekki gefið . Árið 1910 voru meðal árslaun vinnufólks til sveita 200 krónur . Komið var með skeytið á skrifstofu Ísafoldar við Austurstræti skömmu fyrir klukkan tvö síðdegis og þar biðu fimm menn, einn frá hverju Reykjavíkurblaðanna, til að afrita það . Þeir luku verkinu um þrjúleytið . Þá ræstu menn prentvélar og klukkan fjögur var hafist handa við að bera fregnmiða frá blöðunum um bæinn . Hér er þessi texti birtur meðal annars til að sýna hve skýr frásögn höfundar er . Hann fjallar ekki eingöngu um hin stórpólitísku átök og þátttakendur í þeim heldur dregur einnig upp þjóðlífsmynd og bregður ljósi á sjálfstæðisbaráttuna í heild .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.