Þjóðmál - 01.12.2012, Qupperneq 84

Þjóðmál - 01.12.2012, Qupperneq 84
 Þjóðmál VETUR 2012 83 hátt . Gunnar Þór ritar einfaldan og skýran texta og setur flókin mál fram á þann veg að opnuð er skarpari sýn á þetta mikla átakamál en áður hefur verið gert . Menn rita um Íslandssöguna hver frá sínum sjónarhóli og saga uppkastsins hefur mjög verið mótuð af hinum hörðu persónulegu átökum sem urðu milli manna vegna þess . Eins og gjarnan er hefur frekar verið rætt um manninn en málefnið . Í bókinni Vonarstræti (húsið sem um ræðir hefur nú verið flutt að Kirkju- stræti) segir Ár mann Jakobsson frá Skúla Thor- odd sen og konu hans Theo- dóru, for feðrum sínum, og þátt töku hans (eða þeirra) í nefndinni sem fór héðan til Kaup manna hafnar til að semja við Dani um texta sem aldrei er kall- aður annað en uppkastið og ætlað var að koma í stað stöðulaganna frá 1871 . Skúli veiktist áður en viðræðunum lauk en auk Theodóru sátu Bjarni Jónsson frá Vogi og Ari Jónsson Arnalds yfir honum í Kaup- manna höfn . Skúli skapaði sér sérstöðu á lokastigum viðræðnanna í apríl 1908 og stóð ekki að uppkastinu þegar fulltrúarnir í millilandanefndinni samþykktu það 6 . maí . Hinn 14 . maí 1908 hittust íslensku og dönsku nefndarmennirnir í níunda og síðasta sinn og rituðu undir uppkastið . Þá voru liðnir tveir mánuðir og sex dagar frá því að fyrsti fundur um málið var haldinn í Kaupmannahöfn . Hinn 6 . maí var teningunum kastað meðal þeirra sem tóku þátt í viðræðunum í Kaup mannahöfn . Bjarni frá Vogi sendi skeyti til félaga síns í Reykjavík: „Upp með fán ann . Ótíðindi!“ Bjarni brá sér um borð í milli landaskipið Ceres í Kaupmannahöfn og hinn 12 . maí steig hann á land á Seyðisfirði og efndi til baráttufundar gegn niðurstöðunni sem lá enn án undirritunar í Kaupmannahöfn . Hann sigldi með Ceres norður fyrir land til Reykjavíkur, efndi til fundar á Akureyri 15 . maí, 19 . maí á Ísafirði og kom til Reykjavíkur 22 . maí en daginn áður hafði Ari Arnalds komið til landsins . Samninganefndin sjálf, án Skúla, sem lá veikur í Kaupmannahöfn, kom ekki til landsins fyrir nokkrum dögum síðar . Gunnar Þór segir: Skeyti með uppkastinu í heild sinni var sent frá Kaupmannahöfn til Íslands fimmtudaginn 14 . maí . Samkvæmt frá- sögn Ísafoldar var það „langlengsta sím skeytið sem hingað hefur komið sunnan um sæ“, 746 orð og kostaði hvorki meira né minna en 261 krónu og 10 aura . Beint samband við útlönd var ekki gefið . Árið 1910 voru meðal árslaun vinnufólks til sveita 200 krónur . Komið var með skeytið á skrifstofu Ísafoldar við Austurstræti skömmu fyrir klukkan tvö síðdegis og þar biðu fimm menn, einn frá hverju Reykjavíkurblaðanna, til að afrita það . Þeir luku verkinu um þrjúleytið . Þá ræstu menn prentvélar og klukkan fjögur var hafist handa við að bera fregnmiða frá blöðunum um bæinn . Hér er þessi texti birtur meðal annars til að sýna hve skýr frásögn höfundar er . Hann fjallar ekki eingöngu um hin stórpólitísku átök og þátttakendur í þeim heldur dregur einnig upp þjóðlífsmynd og bregður ljósi á sjálfstæðisbaráttuna í heild .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.