Þjóðmál - 01.12.2012, Side 88
Þjóðmál VETUR 2012 87
og ramminn utan um frásögnina er ekki
alveg eins traustur og fyrr á öldum þegar
ákveðnar ættir báru greinilega höfuð og
herðar yfir aðra í landinu . Virðingarvert
er af höfundi að taka skýrt fram að
hugtakið ber ekki að skilja bókstaflega (bls .
234‒236) . Það voru aldrei
einhverjar fjórtán valda- og
efnafjölskyldur á Íslandi á
seinni hluta síðustu aldar .
Kannski má rekja uppruna
heitisins til El Salvador en
lengur hefur verið talað um
ægivald „fjölskyldnanna
fjórt án“ í því landi fátæktar,
spill ingar, ófriðar og ítaka
Banda ríkjanna . Þar voru
þær þó ekki heldur svo
marg ar í raun (heldur
mun fleiri) . Í Tímanum og
Svart höfða greinum talaði
Indriði G . Þorsteinsson líka
gjarn an um „fjölskyldurnar
fimmtán“ á Íslandi en aftur má vera að áhrif
hafi komið að utan; í Svíþjóð var stundum
vikið að „fjölskyldunum fimmtán“ sem öllu
réðu í efnahagslífinu .
Séu allir taldir saman, sem gætu fallið
undir hugtak af þessu tagi, voru ráðandi
fjölskyldur á Íslandi eftirstríðsáranna í
mesta lagi 12–13 . Seint myndu slíkar
talningar og skilgreiningar þó teljast
nákvæmar eða djúpar . Best væri ef allt
tal um „fjölskyldurnar fjórtán“ hyrfi úr
opinberri umræðu . Með því er fráleitt sagt
að hér hafi ekki verið frændhygli, spilling
og annar ósómi, ekki síst í sambandi við
dvöl Bandaríkjahers í landinu og öll þau
gæði sem þá var hægt að deila út til vina .
Hermang má það heita og löngu er orðið
tímabært að segja þá sögu eftir bestu getu .
Þeim fækkar líka með hverju árinu sem
upplifðu hana á sínum tíma og hafa eflaust
frá mörgu markverðu að segja .
Á fyrstu árum þessarar aldar urðu mikil
umskipti í íslensku efnahagslífi og síðan
komst útrásin í algleyming . Þeirrar þróunar
er getið í verkinu en vandinn við að skrifa
samtímasögu lætur þar á sér kræla . Við
stöndum enn of nærri, okkur vantar yfirsýn
og kannski þarf öldur á
eftir hinu mikla hruni að
lægja áður en unnt verður
að leggja raunsætt mat á
það sem gerðist .
Þessi ágæta bók vekur
líka upp aðrar spurningar
sem tengjast söguritun og
sagnfræði . „Saga og sagn-
fræði er ekki hið sama
þó að vissulega sé skegg-
ið skylt hökunni,“ sagði
Bergsteinn Jónsson, sem
lengi var prófessor í sagn-
fræði við Háskóla Íslands .
Guðmundur Magn ús son
er reyndur rit höf und-
ur og sagn fræðingur sem kann sitt fag .
Hann kynnti sér greinilega fyrri rann-
sókn ir og ýmsar heimildir . Vel er svo vísað
til þeirra . Óneitanlega fer Guð mundur
þó yfir vítt svið og það er ekki endilega
móðins í sagnfræðirannsóknum sam-
tímans . Í fræðasamfélaginu er sérhæfi ng
mikils metin þessa dagana . Fólk skrifar
sína doktorsritgerð um tiltölulega þröngt
efni og kýs svo gjarnan að halda sig meira
eða minna á þeim slóðum, sérfrótt um sitt
svið en ekki endilega vant því að setja hluti
í víðara sam hengi . Sömuleiðis getur verið
hætt við að hinum sérfróðu þyki þægilegast
að skrifa sem mest hver fyrir annan, sækja
eigin fræðaráðstefnur og þar fram eftir
götunum .
Þetta hefur kosti og galla, rétt eins og
yfirferð Guð mund ar Magnússonar um
ættar veldi í nær gervallri Íslandssög unni
verður stundum dálítið yfir borðskennd .