Þjóðmál - 01.12.2012, Síða 88

Þjóðmál - 01.12.2012, Síða 88
 Þjóðmál VETUR 2012 87 og ramminn utan um frásögnina er ekki alveg eins traustur og fyrr á öldum þegar ákveðnar ættir báru greinilega höfuð og herðar yfir aðra í landinu . Virðingarvert er af höfundi að taka skýrt fram að hugtakið ber ekki að skilja bókstaflega (bls . 234‒236) . Það voru aldrei einhverjar fjórtán valda- og efnafjölskyldur á Íslandi á seinni hluta síðustu aldar . Kannski má rekja uppruna heitisins til El Salvador en lengur hefur verið talað um ægivald „fjölskyldnanna fjórt án“ í því landi fátæktar, spill ingar, ófriðar og ítaka Banda ríkjanna . Þar voru þær þó ekki heldur svo marg ar í raun (heldur mun fleiri) . Í Tímanum og Svart höfða greinum talaði Indriði G . Þorsteinsson líka gjarn an um „fjölskyldurnar fimmtán“ á Íslandi en aftur má vera að áhrif hafi komið að utan; í Svíþjóð var stundum vikið að „fjölskyldunum fimmtán“ sem öllu réðu í efnahagslífinu . Séu allir taldir saman, sem gætu fallið undir hugtak af þessu tagi, voru ráðandi fjölskyldur á Íslandi eftirstríðsáranna í mesta lagi 12–13 . Seint myndu slíkar talningar og skilgreiningar þó teljast nákvæmar eða djúpar . Best væri ef allt tal um „fjölskyldurnar fjórtán“ hyrfi úr opinberri umræðu . Með því er fráleitt sagt að hér hafi ekki verið frændhygli, spilling og annar ósómi, ekki síst í sambandi við dvöl Bandaríkjahers í landinu og öll þau gæði sem þá var hægt að deila út til vina . Hermang má það heita og löngu er orðið tímabært að segja þá sögu eftir bestu getu . Þeim fækkar líka með hverju árinu sem upplifðu hana á sínum tíma og hafa eflaust frá mörgu markverðu að segja . Á fyrstu árum þessarar aldar urðu mikil umskipti í íslensku efnahagslífi og síðan komst útrásin í algleyming . Þeirrar þróunar er getið í verkinu en vandinn við að skrifa samtímasögu lætur þar á sér kræla . Við stöndum enn of nærri, okkur vantar yfirsýn og kannski þarf öldur á eftir hinu mikla hruni að lægja áður en unnt verður að leggja raunsætt mat á það sem gerðist . Þessi ágæta bók vekur líka upp aðrar spurningar sem tengjast söguritun og sagnfræði . „Saga og sagn- fræði er ekki hið sama þó að vissulega sé skegg- ið skylt hökunni,“ sagði Bergsteinn Jónsson, sem lengi var prófessor í sagn- fræði við Háskóla Íslands . Guðmundur Magn ús son er reyndur rit höf und- ur og sagn fræðingur sem kann sitt fag . Hann kynnti sér greinilega fyrri rann- sókn ir og ýmsar heimildir . Vel er svo vísað til þeirra . Óneitanlega fer Guð mundur þó yfir vítt svið og það er ekki endilega móðins í sagnfræðirannsóknum sam- tímans . Í fræðasamfélaginu er sérhæfi ng mikils metin þessa dagana . Fólk skrifar sína doktorsritgerð um tiltölulega þröngt efni og kýs svo gjarnan að halda sig meira eða minna á þeim slóðum, sérfrótt um sitt svið en ekki endilega vant því að setja hluti í víðara sam hengi . Sömuleiðis getur verið hætt við að hinum sérfróðu þyki þægilegast að skrifa sem mest hver fyrir annan, sækja eigin fræðaráðstefnur og þar fram eftir götunum . Þetta hefur kosti og galla, rétt eins og yfirferð Guð mund ar Magnússonar um ættar veldi í nær gervallri Íslandssög unni verður stundum dálítið yfir borðskennd .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.