Þjóðlíf - 01.07.1988, Qupperneq 81

Þjóðlíf - 01.07.1988, Qupperneq 81
BÍLAR ók á lægsta „gír“ og var lengi á leiðinni. Enga æfingu hafði hann þá fengið í akstri aftur á bak, og þess vegna hagaði hann ferðum sín- um þannig fyrst um sinn að þurfa hvorki að snúa við, né aka aftur á bak. Með vaxandi æfingu rættist svo úr þessu og hann varð jafnvígur á akstur aftur á bak sem áfram.“ GLÆSIKERRURNAR í HAFNARFIRÐI verðskulda frekari umfjöllun. „Tuddinn" var frá Daimler-verksmiðjunum, sem fram- leiddu alþekkta glæsivagna fram á síðustu ár, og gera kannski enn, meðal annars fyrir bresku konungsfjölskylduna. Að líkindum var hann af árgerð 1910-1912. Enn skal sótt í smiðju Guðlaugs Jónssonar, sem lýsir bíln- um þannig: „Enski bfllinn, „Tuddinn", var gulmálað- ur og mjög vandaður að allri gerð, t.d. tré- verk í honum að innan allt úr dýrum harðviði og gljáfægt, og sætin öll plussfóðruð. Vélin í honum var mjög kraftmikil." Síðar keypti Helgi Magnússon, kaupmað- ur í Reykjavík, bflinn, ef til vill í félagi við fleiri menn, og ætlaði hann meira til gamans en gagns. En „Tuddinn" var erfiður við- fangs, eins og ýmsir nafnar hans, og vangæf- ur í notkun, meðal annars vegna þess hve tæknilega fullkominn hann var, og þar með flókinn. Það varð honum ef til vill að aldur- tila að menn kunnu illa með hann að fara og svo fór að vélin bilaði, var send utan til við- gerðar, en kom aldrei aftur. Heimildir eru fyrir því að fjórða áratugnum hafi „Tuddinn" staðið undir segli við verkstæði BSR í svo- kölluðu Olíuporti vestur á Melum, um það bil þar sem Árnagarður er nú og hýsir Hand- ritastofnun íslands. Ekki er undirrituðum kunnugt um hvort hann bar þar beinin elleg- ar var sendur af landi brott. „Beljan“ var frönsk, af tegundinni Pan- hard-Levassor, en þær verksmiðjur smíðuðu bfla frá upphafi aldarinnar fram undir 1970. Hétu þeir jafnan Panhard, nema fyrst fram- an af, er Levassor var skeytt við. Prýðisgóð ljósmynd af „Beljunni" hefur varðveist, en mjög er saknað myndar af „Tuddanum“. Hefur einhver séð slíka mynd? Örlög „Beljunnar" urðu ekki ósvipuð „Tuddans". Það óhapp vildi til að hún rann á klett í Hafnarfirði og skemmdist undirvagn- inn svo mikið að viðgerð varð að fara fram erlendis. En bfllinn kom aftur og var skipað upp í Reykjavík. Stóð hann nokkurn tíma við höfnina, en þegar til átti að taka höfðu óprúttnir skemmdarvargar rúið hann öllu sem lauslegt var ellegar skrúfa mátti af hon- um og var hann dæmdur ónýtur af þeim sök- um. Gömul og ný saga, en alltaf jafn dapur- leg. ÞEIM ER ÞETTA RITAR er ekki ljóst hvers vegna fyrstu Hafnarfjarðarstrætis- vagnarnir hlutu þessi frumlegu nöfn. Þó má geta sér þess til að „Beljan“, sem var fremur vélarvana, hafi verið hæg og „maddömuleg" í hreyfingum, en að kraftmiklum „Tuddan- um“, löngum og rennilegum, hafi stundum verið sleppt lausum og þá hlaupið ótæpilega um völlinn. Það er lífsins gangur að bfll kemur eftir þennan bfl, en hætt er við að fornbflakappar nútímans mundu kikna í hnjánum og snúa sig úr hálsliðnum ef þeir mættu „Beljunni" eða „Tuddanum" á Arnarneshæðinni í dag. GVENDUR OG VIGGA, sem „ætluðu rétt svona sem snöggvast að skreppa suður í Hafnarfjörð" í „fjaðrasófum grænum“ eru ódauðlegt par í gamanvísnaskáldskapnum. Og ævintýrin á Hafnarfjarðarveginum fyrr og síðar eru fleiri en rakið verður, og gerast enn. En Hafnarfjarðarvegurinn hefur líka tekið sinn toll; þar varð fyrsta alvarlega umferðar- slysið hérlendis er Overland-bfll fór út af veginum skammt ofan við Hafnarfjörð í febrúar 1914 og tveir menn slösuðust, annar þeirra þannig að hann náði sér aldrei að fullu. Og fleiri slys eiga eftir að verða þar, því miður. Um þetta allt mætti skrifa fasta tímarits- pistla í mörg ár, jafnt sorglega, ljúfsára, sem glaðlega. En einhvers staðar verður að enda hverja sögu og það verður að þessu sinni gert hér. Ásgeir Sigurgestsson L G%varahlutir ^ HamarshöfrSa 1 Hamarshöfða 1 Símar 36510 og 83744 77
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.