Skólavarðan - 01.11.2013, Síða 17
Skólavarðan 2. tbl 2013 15
mikið framfaraskref fyrir marga og
kennara um allan heim þyrsti í að hafa
samband, deila reynslu, spyrja spurn-
inga og hjálpast að.
STJórNUN SeM SaM-
ViNNUVerKeFNi
Frank hvetur stjórnendur til að taka
áhættu. Stjórnandinn á ekki að sitja
einn á toppnum, það er úrelt hugmynd
að hans mati. Hann sagði að hlutverk
leiðtoga 21. aldarinnar væri að leiða sitt
fólk fram á við í breytingaferlinu, gefa
starfsfólki aukið svigrúm og leyfa því
að njóta sín. „Stjórnun á að vera sam-
vinnuverkefni þar sem allir fá byr undir
vængina, og hæfileika og sérþekkingu
hvers og eins á að nýta til hins ýtrasta,“
sagði Frank.
Ollie Bray, er landafræðikennari í fram-
haldsskóla auk þess að vera fyrirlesari.
Hann byrjaði á því að segja frá kynn-
um sínum af Íslandi og Íslendingum.
Hann hjólaði til dæmis um landið í
sumar og tók myndir af skólum. Hann
sýndi mynd af skóla úti á landi þar
sem myndlist nemenda var stillt út í
gluggum skólans. Hann sá þetta sem
frábæra aðferð til að gefa nemendum,
foreldrum, kennurum og samfélaginu
öllu byr undir vængi, en það segir hann
að sé eitt af meginhlutverkum skóla.
HVerNig ÆTLUM Við
að NOTa TÆKiN?
Ollie fjallaði um netmiðla og samskipti,
og hvernig og af hverju við eigum að
nýta tæknina í þágu menntunar. Hann
sagði að tækniþróun hefði nú orðið
afgerandi áhrif á alla þætti tilverunnar.
Hún stjórni því hvernig við verslum,
leikum okkur, og umgöngumst fólk.
Það væri helst í skólanum sem ljón
væru á veginum og tefðu fyrir eðli-
legri þróun tækni og framförum. Ollie
sagði að algengustu mistök sem skólar
gerðu væru að leggja háar fjárhæðir
til tækjakaupa en gleyma að spyrja
grundvallarspurningarinnar sem er:
Hvernig ætlum við að nota tækin?
að NOTa TÆKNiNa
Á ÁByrgaN Og
SKapaNDi HÁTT
„Kennsla er og hefur alltaf verið erfitt
starf,“ sagði Ollie. „Tækni gerir kennslu
ekki auðveldari en hún gerir hana
öðruvísi. Hún gefur tækifæri til að efla
almennt læsi, talnalæsi og endurgjöf.
Flestir nemendur eru vel tæknivæddir
og því er líklegt að kennsla sem bygg-
ist á tækni, að minnsta kosti að hluta
til, sé líklegri til að höfða til þeirra en
sú sem er það ekki”. Hann er þeirrar
skoðunar að meginhlutverk kennara
21. aldarinnar sé að kenna nemendum
ábyrga og skapandi notkun vefsins.
Hann nefndi og sýndi nokkur dæmi
um góðar og vel heppnaðar leiðir
til þess og af nógu er að taka. Hann
nefndi Google Earth, samskiptatækni
á borð við Skype, Facebook og Twitter
sem gera fólki kleift að ná sambandi
og leita upplýsinga í grænum hvelli.
Hann sýndi dæmi um nýja leið til að
leita á Google með því að tala við tölv-
una. Það er vel þess virði að fara inn á
heimasíðu Ollies og kynna sér þann
hafsjó af efni sem þar er að finna.
Skólakrakkar í Skotlandi eiga rétt á því
samkvæmt lögum að læra á hljóðfæri.
Það er pólitísk stefna að nota tónlistar-
menntun á markvissan hátt til að efla
læsi, talnalæsi og almenna vellíðan
barna þar í landi. Áhrifin eru talin vara
áfram og verða til góðs í námi þeirra
fram á fullorðinsár. Fjölmargar rann-
sóknir renna stoðum undir þessa
skoðun.
Ollie sagði frá frá atviki á skoskri eyju
þar sem einungis búa átta krakkar á
skólaaldri. Þar var þrautin þyngri að
koma til móts við þetta lagaákvæði.
Gripið var til þess ráðs að kenna krökk-
unum á hljóðfæri gegnum fjarkennslu-
búnað og kennslumyndbönd, þannig
að þau fengu hljóðfæratíma og aðra
Ollie Bray : „Tækni gerir kennslu ekki
auðveldari en hún gerir hana öðruvísi.“