Skólavarðan - 01.11.2013, Qupperneq 23

Skólavarðan - 01.11.2013, Qupperneq 23
félagsmálfélagsmál Á tímum margbreytileika og hraðrar þróunar er sú krafa gerð til ein- staklinga að þeir geti beitt skapandi hugsun, notað ímyndunaraflið, miðlað upplýsingum og unnið í samvinnu við aðra. Alla þessa þætti þjálfar gott listnám hvað best. Það skapar um- hverfi og ferla sem örva vitsmunalegan þroska einstaklingsins og stuðlar að betra jafnvægi milli tilfinningalegs og vitmunalegs þroska. Það er margsannað að tónlistarnám er mikilvægur þáttur í menntun barna og ungmenna. Allir eiga rétt á tón- listarnámi. Vönduð tónlistarkennsla vel menntaðra sérfræðinga á því sviði er forsenda þess að hið öfluga tónlistar- líf og menning sem einkennt hefur ís- lenskt samfélag megi halda áfram að vaxa og dafna. Stefnuskrá Félags tónlistarskóla- kennara inniheldur okkar sýn á tón- listarkennslu o gagnast til að koma málefnum greinarinnar á framfæri. Eftirfarandi eru nokkur atriði úr stefnu- skránni en hana hefur félagið gefið út í bæklingsformi. Stefna Félags tónlistarskólakennara • Allir eiga rétt á tónlistarmenntun óháð aldri, búsetu og efnahag. Tónlistarmenntun þarf að vera samfelld frá unga aldri og fram á fullorðinsár. Tónlistarmenntun á að vera kjarnanámsgrein í menntun barna og ungmenna. • Komið verði á tónlistarkenn- aramenntun á meistarastigi við Listaháskóla Íslands. • Tónlistarskólar beiti sér fyrir efl- ingu íslenskrar tónmenningar. • Tónlistarskólar stuðli að öflugu tónlistarlífi í landinu. • Gera þarf starf tónlistarskólakenn- ara eftirsóknarvert og tryggja að kjör þeirra séu samanburðarhæf við kjör annarra sérfræðinga sem vinna sambærileg störf. • Styrkja þarf undirstöður tónlistar- skóla í þágu menntunar, menn- ingar og samfélagsins alls með nýjum lögum um tónlistarskóla. Stefna FT er útfærsla á sam- eiginlegri skóla- stefnu KÍ en byggist þar að auki á niður- stöðum tveggja alheimsráðstefna um listfræðslu á vegum UNESCO: Veg- vísi fyrir listfræðslu og Seoul Agenda, Goals for the Development of Arts Education, auk þess að vera unnin með hliðsjón af Bonn yfirlýsingunni frá 2012 þar sem framangreindar niðurstöður eru aðlagaðar að evrópskum veruleika. Bæklingnum var dreift á svæðisþing- um félagsins í haust, en hann er einnig aðgengilegur í Kennarahúsinu og á rafrænu formi á vef FT. U15 myndvarpar eru frábær lausn til að fanga hluti og koma þeim til skila í tölvu, skjávarpa eða gagnvirkri töflu Tengist USB og þarf ekki spennubreyti Myndvarpar Verð frá kr. 49.500.- U15 tilboðsverð kr. 49.500.- Varmás - Skólavörur Markholt 2, 270 Mosfellsbæ Sími 566 8144

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.