Skólavarðan - 01.11.2013, Side 42
40 Skólavarðan 2. tbl 2013
,menntunmenntun
Íslenskir kennarar sækja sér menntun í
Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri
eða Listaháskóla Íslands. Menntunin
býr kennaraefnin undir sérfræðistarf
og samanstendur af þriggja ára grunn-
menntun sem lýkur með bakkalár-
gráðu, þá framhaldsmenntun sem
lýkur með meistaragráðu og að lokum
starfsþjálfun til að öðlast réttindi til
kennslu í leik-, grunn- eða framhalds-
skóla. Lög um fimm ára nám kennara
á öllum skólastigum voru samþykkt frá
Alþingi árið 2008.
Sumir telja að rangt hafi verið að lengja
allt kennaranám á Íslandi í fimm ár. Þeir
grípa til útreikninga til að sýna fram
á óhagkvæmni kennaranámsins og
benda á að aðsókn í kennaranám hafi
hrunið og arðsemin sé ófullnægjandi.
eiTT FLóKNaSTa
STarF SeM TiL er
Lenging kennaranámsins var hins
vegar nauðsynleg. Helstu rökin fyrir
því eru að kennarastarfið er í hópi
þeirra starfa sem verða sífellt flóknari.
Viðfangsefni kennara nú til dags eru
margslungin og krefjandi og mikil
pressa er á þá frá nemendum, foreldr-
um, vinnuveitendum og samfélaginu
öllu. Kröfur um staðgóða fagþekk-
ingu og hæfni á sviðum eins og upp-
lýsingatækni, samskiptatækni og hóp-
stjórnun aukast sífellt. Auk þess eiga
kennarar að kunna skil á sértækum
vandamálum sem nemendur eiga við
að etja og geta verið þeim fjötur um fót
í námi. Þess vegna er nauðsynlegt að
undirbúa kennara vel til að takast á við
starf sitt. Undirstöðugóð menntun er
lykillinn að því, líkt og að öðrum sam-
bærilegum störfum.
LÁg LaUN Og NeiKVÆð
UMrÆða UM SKeMMTi-
LegT, geFaNDi Og
FJÖLBreyTT STarF
Aðsókn í kennaranám dróst saman eft-
ir að lengingin öðlaðist gildi. Í ár hafa
160 nemendur skráð sig til grunnskóla-
kennaranáms við kennaradeild HÍ, sem
er fækkun upp á 31,6% samanborið
við 234 skráningar árið 2010. Fjölgun
hefur orðið í innritun í leikskólakenn-
aranám eftir afturkipp 2011 og 2012,
þar sem 81 sóttu um í vor en 89 árið
2009. Það kom ekki á óvart að drægi úr
aðsókn í námið við lenginguna enda
alþekkt að þegar breytingar af þessu
tagi liggja fyrir nota sumir tækifærið
til að ná sér í réttindin á meðan styttri
tíminn er ennþá í gildi. Anna Kristín
Sigurðardóttir, deildarforseti kenn-
aradeildar HÍ, sagði í viðtali að lenging
námsins útskýrði ekki fækkunina nema
að hluta til, enda hafi samdrátturinn
hafist áður en lengingunni var komið
á. Hún telur lág laun stéttarinnar hafa
mikil áhrif og algjört forgangsatriði sé
að bæta þau. Hún telur að ástæðurnar
gætu átt sér dýpri rætur í samfélaginu,
ef marka megi neikvæða umræðu um
þetta skemmtilega, gefandi og fjöl-
breytta starf sem kennarastarfið er.
ViðHOrF Margra
KeNNara TiL STarFS-
iNS aFar JÁKVÆTT
Ótrúlega margt spennandi á sér stað í
skólum hérlendis og heim allan. Mörg
spennandi verkefni bíða vel mennt-
aðra kennara, hvort sem þeir eru ungir
og óreyndir eða reynsluboltar. Þetta
blasir við á málþingum og ráðstefnum
sem kennarar halda. Starfsvettvangur-
inn er einstaklega lifandi og spennandi
og þegar vel tekst til við úrlausnarefnin
er sigurinn sætur fyrir alla viðkomandi.
Þetta kemur greinilega fram í Viku-
póstum kennara á vef Félags fram-
haldsskólakennara. Margir höfund-
anna segja það mikla gæfu að fá að
vera í þessu skemmtilega starfi. Þeir
segja t.d: „Ég hef átt því láni að fagna
að kenna ensku og heimspeki í fram-
haldsskóla...“ og „Mér finnst nærandi að
umgangast nemendur og finnst starf
mitt mikilvægt fyrir samfélagið allt.“
Könnun sem var lögð fyrir karlkenn-
ara í leik-, grunn og framhaldsskólum
nú á vormánuðum sýnir að rúm 60%
svarenda telja sig geta mælt með starf-
inu og segja það gefandi, skemmtilegt,
skapandi, fjölbreytt og ögrandi. Þeir
telja það jafnframt krefjandi og vinnu-
álag mikið, en kennaramenntunina
vera fjölbreytta og geta nýst víða.
þeKKiNgarLeiT er
eiNUNgiS HLUTi aF
NúTÍMaMeNNTUN
Skólastarf um allan heim gengur nú
gegnum örar breytingar sem erfitt er
að henda reiður á. Hugtakið menntun
hefur aðra merkingu í dag en fyrir
fáum áratugum. Þeir sem hafa slitið
barnsskónum lærðu staðreyndir í
skóla og gengu til prófs til að skrá
þekkingaratriði, en nú eru aðrir tímar.
Samfélög nútímans eru tækni- og upp-
lýsingavædd. Fjórðungur starfa í heim-
inum árið 2010 var ekki til árið 2004.
Ungt og efnilegt
fólk mun flykkjast
í kennaranám ef...