Skólavarðan - 01.11.2013, Síða 48

Skólavarðan - 01.11.2013, Síða 48
46 Skólavarðan 2. tbl 2013 kennslufræðikennslufræði Upplýsingatækni hefur ekki haft fasta tíma í stundatöflu í fimmta til tíunda bekk í Langholtsskóla. Hún hefur hins vegar verið nýtt við lausn verkefna þegar við á og látin renna saman við annað nám. Á sama tíma hefur áhersla verið lögð á fjölbreytni í stafrænni upplýsingavinnslu og að koma upp aðstæðum til stuðnings þeirri viðleitni. Undanfarin ár hefur tækniþróunin ver- ið slík að upplýsingar eru aðgengilegar á mun fjölbreyttara formi en áður. Leið- unum til að taka við upplýsingum og koma þeim frá sér hefur fjölgað og síð- ast en ekki síst hefur almenningur að- gang að tækni sem gerir kleift að setja upplýsingar fram á fjölbreyttan hátt. Eitt af stóru viðfangsefnunum okkar í skólanum er að stuðla að því að nem- endur verði læsir á upplýsingar, og þá gildir einu á hvaða formi þær eru; texti, hljóð, mynd eða myndskeið. En það er ekki nóg að geta tekið við, því til að ferlið verði heilt er líka nauðsynlegt að vera fær um að tjá sig og koma upp- lýsingum frá sér. SaMþÆTTiNg Við aðrar NÁMSgreiNar Áherslan á ritun texta hefur í gegnum tíðina verið yfirgnæfandi þegar nem- endur hafa átt að miðla þekkingu sinni og upplýsingum. Þessu höfum við reynt að breyta undanfarinn áratug með því að leggja fyrir verkefni þar sem áherslan hefur m.a. verið á að tjá sig gegnum hreyfimyndir, kvikmyndir, tónlist og fleira. Tækniframfarir hafa unnið með okkur að því leyti að tæknin hefur orðið notendavænni með hverju árinu. Áherslurnar hafa því færst frá tækninni sem slíkri til þess hvernig maður geti á markvissan hátt tjáð sig í gegnum miðilinn sem unnið er með. Þannig þjálfum við nemendur okkar í listgreinum eins og tónlist, kvikmynda- og teiknimyndagerð og nýtum nýjustu tækni. Við sköpum okkur tíma og rými í skólastarfinu með því að samþætta þessa vinnu við aðrar námsgreinar. Flest verkefnin eru unnin í hópvinnu þannig að áhersla á samstarf er mikið. TÆKNiNNi FLeygir FraM Og gÆðiN aUKaST Kvikmyndaformið hefur verið þraut- reynt á síðustu árum í Langholtsskóla. Í byrjun þótti gott ef náðist að taka upp eftir handriti og skeyta upptökum saman þannig að úr yrði nokkuð skýr frásögn. Þá fór mesta púðrið í að láta mismunandi tól og tæki virka saman og mun meiri tími fór í eftirvinnslu en upptökur. Eftir því sem tækninni hefur fleygt fram hefur gefist meiri tími til að undirbúa tökur, gæta að myndbygg- ingu, myndmáli og leik. Í eftirvinnsl- unni er áhersla á að flæðið í klipping- unni sé eðlilegt og frásögnin skýr og studd af umhverfishljóðum og tónlist, oft og tíðum frumsaminni. Ein af lykiláherslunum í Langholtsskóla er að fylgjast stöðugt með því hvernig upplýsingatæknin getur hjálpað okkur að leysa verkefni. Tækniþróunin er í flestum tilfellum þannig að hún gerir okkur það auðveldara í dag en í gær að leysa verkefnin sem við stöndum frammi fyrir. Það þarf stöðugt að fylgj- ast með því sem er að gerast. Þetta lýt- ur ekki bara að því að fá ný tæki heldur líka að kanna hvort eitthvað nýtt komi fram sem auðveldar vinnuna. SKÖpUN og upplýsingatækni í Langholtsskóla Björgvin Ívar Guðbrandsson, kennari í Langholtsskóla, deilir hér reynslu sinni og samstarfsmanna sinna af notkun upplýsingatækni í daglegri kennslu. Björgvin Ívar Guðbrandsson.

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.