Skólavarðan - 01.11.2013, Page 53

Skólavarðan - 01.11.2013, Page 53
51SKóLaVarðaN 2. tbl 2013 SaMþÆTT þróUNar- VerKeFNi Í ÁrTúNSSKóLa. Tónlist skógarins er nýstárlegt sam- þætt þróunarverkefni sem nemendur í Ártúnsskóla unnu í vor. Afrakstur verkefnisins var umtalsverður þar sem nemendur lærðu eitt og annað um skógrækt og skógarafurðir, smíðar, samvinnu, hljóðfæri, tónlist og síðast en ekki síst tónsmíðar. Tónverkið Árs- tíðirnar eftir nemendur var svo flutt á uppskeruhátíð skólans í grenndar- skóginum á tvennum tónleikum öllum til ánægju. Sesselja Guðmundsdóttir, tónmennt- arkennari í Ártúnsskóla, leiddi vinnuna við verkefnið innan skólans en auk hennar tóku þátt Anna S. Skúladóttir, verkefnisstjóri útináms, og fleiri kenn- arar auk stuðningsfulltrúa bekkjanna. Þverfaglegi þátturinn var sóttur í sam- starf við Ólaf Oddsson, fræðslustjóra Skógræktar ríkisins og verkefnisstjóra verkefnisins Lesið í skóginn, Trausta Jónsson, frístundaráðgjafa Þjónustu- miðstöðvar Árbæjar- og Grafarholts, og Óskar Baldursson og Hallgrím Jón Hallgrímsson hjá umhverfissviði borg- arinnar. Hópurinn hittist reglulega og allir tóku þátt í útidögum verkefnisins. Markmiðið var að þróa samþætt, þver- fagleg verkefni í skógartengdu útinámi með sterkri tengingu við hina nýju námskrá og sérstaklega grunnþættina: sjálfbærni, læsi, jafnrétti og lýðræði. Vonast var til að með því mætti safna mikilvægri reynslu sem miðla mætti til kennara. Þátttakendur voru nemendur í 3. og 6. bekk og tengdist verkefnið tónmennt, náttúrufræði og smíði sérstaklega. Markmið voru valin úr áfanga- og hæfniviðmiðum í námskrá með hlið- sjón af grunnþáttum menntunar. Verk- efnið hófst formlega í byrjun árs og lauk um miðjan maí 2013 með upp- skeruhátíð með þátttöku nemenda, starfsfólks og foreldra. TeNgiNg Við SKógar- aUðLiNDiNa Farnar voru tvær meginferðir í skóginn með nemendum. Í fyrri ferðinni var hugað að grisjun og umhirðu og velt fyrir sér hvers konar við mætti nota í hljóðfæragerðina. Óskar fór í gegnum grisjunina sem fólst aðallega í því að snyrta birkitré sem voru löskuð eftir snjóbrot. Allir lærðu að lesa í ástand skógarins, saga og klippa greinar, og Hallgrímur kenndi nemendum að lesa í viðinn og kljúfa hann. Trausti og Sess- elja spáðu í ólík hljóð og styrk tegund- anna og önnur hljóð í skóginum og skoðuðu fuglalífið. Ólafur vann með höfuðáttirnar og hvaða þættir hefðu áhrif á vöxt og heilbrigði gróðursins í grenndarskóginum. Í seinni ferðinni var nemendum skipt í blandaða aldurshópa eftir fæðingar- dögum og unnu þeir með þá árstíð sem þeir voru fæddir í. Leitað var að þáttum sem túlka mætti í tónverki um skóginn. Hugmyndir og upplifanir voru skrifaðar niður eftir djúpar árs- tíðatengdar pælingar um veður, dýralíf, gróður og skógarstemningu. TóNVerKið TóK Á Sig MyND ÁrSTÍðaNNa Nemendur unnu síðan við hljóðfæra- gerð og lagasmíðar undir stjórn Sess- elju og smátt og smátt urðu til hljóð- færi úr efni skógarins, svo sem tréspil, trommur, sleglar og skröpur. Tónverkið tók á sig mynd árstíðanna og nem- endur þurftu að koma sér saman um hljóðfæraval, tóna, takt, hljóðstyrk og blæbrigði. Lýðræðisleg vinnubrögð og jafnrétti skiptu þarna miklu máli og þrátt fyrir þriggja ára aldursmun á nemendum varð ekki séð að hallaði á neinn þegar hlustað var á umræður og viðbrögð við tillögum innan hóp- anna. Tónverkið Árstíðirnar í skóginum var svo flutt á tvennum tónleikum í grenndarskógi Ártúnsskóla. BÖrNiN STOLT aF úTKOMUNNi Ef mið er tekið af umsögnum og mati nemenda og leiðbeinenda í verk- efninu náðust öll helstu markmið sem sett voru í upphafi. Nemendum fannst verkefnið skemmtilegt og nær öllum fannst þeir hafa lært eða uppgötvað eitthvað nýtt, svo sem að það væri létt að semja tónlist, hvað fuglarnir sungu fallega, og að hægt væri að búa til hljóðfæri úr tré. Börnin upplifðu að þau hefðu í sameiningu fengið að ráða öllu um framvindu tónlistarinnar og þau voru stolt af útkomunni. Þau áttu öll þátt í hljóðfærasmíðinni og höfðu mörg hver áhuga á að halda áfram slíkri vinnu. Texti og myndir: Ólafur Oddsson. Tónlist skógarins Tónlist samin í góðri samvinnu. Börnin upplifðu að þau hefðu í sameiningu fengið að ráða öllu um framvindu tónlistarinnar og þau voru stolt af útkomunni. þau áttu öll þátt í hljóðfærasmíðinni og höfðu mörg hver áhuga á að halda áfram slíkri vinnu. þróunarverkefniþróunarver efni Vindharpan leikur ljúfa tóna í blænum.

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.