Skólavarðan - 01.11.2013, Síða 56
54 Skólavarðan 2. tbl 2013
smiðshöggsmið högg
Framhaldsskólinn á Íslandi er ódýr í
rekstri samanborið við önnur OECD
lönd. Árlegur heildarkostnaður á
hvern framhaldsskólanema á Íslandi
og hlutfall kennaralauna af íslenskri
þjóðarframleiðslu á mann eru langt
undir meðaltali landa OECD. Hér
innan lands er um 16% launamunur
milli kennara og annarra sérfræðinga
hjá hinu opinbera á Íslandi vel þekktur
og reglubundin laun sérfræðinga á
almennum markaði eru rúmlega 70%
hærri en meðaldagvinnulaun fram-
haldsskólakennara.
erfitt er að aðskilja
umræðu um launamat
á störfum kennara frá
umræðu um fjárhagsleg
rekstrarskilyrði
framhaldsskóla
undanfarinn áratug.
Mikilvægt er að átta sig á því að fjölgun
nemenda í framhaldsskólum hefur
verið mætt með árvissum niðurskurði
á framlögum til rekstrarkostnaðar
frá því löngu fyrir hrun. Fyrir fjölgun
nemenda og verkefna hefur lítið eða
Yfirlýsingar um nauðsyn þess að skera
niður nám í framhaldsskólum til þess
að að íslenskur framhaldsskóli sé „eins
og í öðrum löndum“ virka því býsna
hjáróma á fólk sem starfar í skólunum.
Sáralítið hefur í fjölmiðlaumræðunni
verið fjallað um framhaldsskólann í
nágrannalöndunum, t.d. lengd skóla-
ársins, námsframboð og námsskilyrði,
fjárhagsstuðning við nemendur og
fjölskyldur þeirra, stoðþjónustu í fram-
haldsskólum og almennan aðbúnað.
Eina málið sem kemst að er að nú
þurfi að skera eitt ár af framhalds-
skólamenntun nemenda til þess að
skólastarfið kosti íslenska ríkið (ennþá)
minna fé.
Í löndum OECD eru framhaldsskóla-
kennurum greidd laun sem samsvara
að meðaltali 1,32 af vergri landsfram-
leiðslu á mann (VLF). Slíkar tölur má
líta á sem mat á starfi starfsstéttarinnar
í viðkomandi landi og þannig nota til
þess að bera slíkt mat saman á milli
landa. Talan fyrir Ísland er 0,85. Ef Íslend-
ingar næðu meðaltali OECD landanna
væru meðaldagvinnulaun íslenskra
framhaldsskólakennara 585.886 kr. á
mánuði, en ekki 377.275 kr. Ef jafnað
ekkert verið greitt. Framhaldsskólar
geta ekki brugðist við niðurskurðar-
kröfum með því að draga saman seglin
í starfseminni og fækka nemendum og
verkefnum, þar sem starfsemi þeirra er
lögbundin. Stjórnvöld fóru strax upp
úr 2000 offari í hagræðingu í fram-
haldsskólum. Opinber gögn sýna að
allt frá 2005-6 hafa fjárframlög til fram-
haldsskóla vegna launakostnaðar verið
langt undir viðurkenndum tölum um
meðallaun starfsmanna og var munur-
inn orðinn 24% árið 2012.
Á undanförnum kreppuárum hefur
framhaldsskólinn tekið þátt í að stoppa
upp í fjárlagagatið til jafns við aðra.
Það var hins vegar rangt gefið í spilinu
í mörg ár fyrir efnahagshrunið og fram-
haldsskólinn hefur því orðið verr úti en
ella. Þegar lagðar eru saman tölur um
beinan niðurskurð fjármuna og tölur
um óbættan kostnað vegna fjölgunar
nemenda er niðurskurður á árabilinu
2008-2012 talinn nema tæpum 12
milljörðum króna. Viðreisnaráætlun
fyrir rekstur og fjármögnun framhalds-
skóla í landinu þarf að ganga út á skyn-
samlega áætlun um að skila þessum
fjármunum til baka.
Höfum kennaralaunin
á Íslandi jafn góð
og í öðrum löndum