Skólavarðan


Skólavarðan - 01.12.2015, Side 31

Skólavarðan - 01.12.2015, Side 31
DESEMBER 2015 31 Ásdís Einarsdóttir, nemandi í Öxarfjarðarskóla Ásdís Einarsdóttir hefur samið margar smásögur og sjálf segir hún þær svo margar að hún muni ekki eftir þeim öllum. Hún segir Hungurleika-bækurnar í mestu uppáhaldi um þessar mundir. Ásdís hefur þegar hafist handa við næstu smásögu. „Ég kalla hana Turninn en hugmyndina að söguþræðinum fékk ég hjá ömmu minn,“ segir Ásdís. Umsögn dómnefndar Sagan fjallar um frú Járnbrá kennara sem er 58 ára gömul og geðstirð mjög og getur hrópað svo hátt að steinmolar detta úr loftinu. En einmitt þess vegna er henni treystandi. Hún ein getur sigrast á stærðfræðiskrímslunum. Hún er ofurhetja sem í rás sögunnar fær skínandi vopnabúnað, vinnur bug á öllum vitleysum. Sagan er glaðhlakkaleg furðusaga sem rásar milli lifenda og dauðra, skólastofunnar og skrímslaheimsins og stærðfræðikennarans og ofurhetjunnar. Hugmyndaflug höfundarins lætur ekki loka sig inni og allt er mögulegt. KENNARADRAUGARNIR Frú Járnbrá sat í sætinu sínu og starði á prófið. Hún hafði unnið í þrjá tíma við að fara yfir próf. Hún skildi engan veginn hvernig þessum krökkum hafði tekist að svara 4 + 2 vitlaust. „Jæja, best ég fái mér kaffi,“ tautaði hún. Það marraði í stólnum þegar hún stóð upp og drattaðist fram. Henni til mikillar undrunar þá var allt hljótt. Hún hefði búist við að krakkaskrattarnir væru öskrandi og hlaupandi út um allt. „Hefur einhver kennt þeim mannasiði?“ tautaði frú Járnbrá á meðan hún fiktaði í ískrandi kaffivélinni. Kaffið rann í gamla bláa bollann hennar sem hún hafði fengið í afmælisgjöf frá skólastjóranum. Hún sötraði kaffið þegar hún tók eftir einhverju, það var orðið ískyggilega kalt þar inni. Nokkur blöð höfðu þyrlast upp og um leið þaut eitthvað ljómandi ljós framhjá. „Eru krakkarnir að atast í mér enn og aftur?“ kvartaði hún við sjálfa sig. En svo fannst henni eins og kalt vatn rynni á milli skinns og hörunds. Hún leit niður í kaffibollann sinn og sá að hann var algjörlega frosinn. Henni brá svo mikið að hún missti bollann og hann splundraðist á parketinu. „Hættiði, litlu púkarnir ykkar!” hrópaði hún rámum rómi. „Nú, þessi er voðalega geðstirð,“ heyrði hún hvíslað fyrir aftan sig. Eldsnöggt sneri hún sér við og við henni blasti fölasta andlit sem hún hafði séð. Það var ung kona með ljósblátt hár og dekkstu augu sem sést hafa. Við hliðina á henni var gamall maður með bleikt hár og lýsandi gul augu og skakkar tennur sem gerðu hann hálf spaugilegan. „Hvaða furðufuglar eruð þið?“ þrumaði frú Járnbrá. „Já, afsakið. Við biðjum yður að fyrirgefa okkur. Ég er Hjálp og þetta er vinur minn Hrolleifur og við dóum fyrir sextíu árum,“ svaraði unga konan. Frú Járnbrá góndi bara á þau. En hún var hugrökk, þótt gömul væri og spurði einfaldlega „Og hvað viljið þið?“ Það var þögn í smástund þangað til Hrolleifur hóf upp raust sína. „Við erum dáin, og við erum draugar. En við komumst ekki burt fyrr en við finnum týnda prófsvarið. Hún fröken Hjálp og ég vorum að fara yfir próf og komumst að síðustu spurningunni, við höfðum skrifað niður svarið þar sem það er löng talnaruna. En mér tókst að týna svarinu og daginn eftir lentum við í bílslysi á leið í skólann. Svo við biðjum yður um að hjálpa okkur að leita.“ Svipur Járnbráar lýsti bæði hræðslu og hrifningu í senn. Eftir langa þögn þá svaraði hún. „Jæja þá, ég skal hjálpa.“ Draugarnir urðu svo hamingjusamir að þeir fóru að ljóma með gulum lit. Svo lögðu þau af stað niður langan gang sem var á kennarastofunni þar til þau námu staðar við gamalt málverk. „Hér inn,“ sagði Hjálp. Járnbrá fylltist efa- semdum. Hvað ef þetta væri bara ímynd- un? Þau námu staðar á miðjum ganginum. En svo snerti Hrolleifur vegginn og hann opnaðist. Það kom gustur sem þeytti upp öllum hlutum á gólfinu, borðunum og hillunum. Járnbrá leist ekkert á blikuna lengur, en elti þau samt niður brattan stiga sem hafði birst í veggnum. Tröppurnar voru hálar og slímugar, eitt skiptið hafði hún nærri dottið og fótbrotið sig. Hún labbaði að því virtist í heila eilífð þangað til hún sá glitta í ljóstýru fyrir framan sig. Fyrr en varði var hún komin inn í vel upplýst herbergi án sýnilegs ljósgjafa. „Þið segist ekki vita hvar lausnin er, en leiðið mig beint hingað?“ sagði Járnbrá full efasemda. „Við vitum hvar hún er, en við þurfum lifandi kennara til að berjast við skrímslin!“ sagði Hrolleifur, og um leið birtust skínandi sverð og skjöldur í kjöltu Járnbráar. „Ætlið þið að láta fimmtíu og átta ára gamla kerlingu berjast með níðþung vopn?“ æpti Járnbrá öskuvond. „Já,” svaraði Hjálp glettnislega. „#$%#&”?$&/%$*!”$” HEIMSKINGJ- ARNIR YKKAR!“ hrópaði Járnbrá svo hátt að steinmolar duttu úr loftinu. Svo svifu þau burt. En þá sá hún að þetta voru ekki nein venjuleg skrímsli, heldur stærð- fræðiskrímsli! Þá glumdi í stóru skrímsli: „Útrýmdu röngum svörum!“ „Ég kann þetta vel!” hrópaði hún um leið og hún réðst til atlögu. „Hafðu þetta, ljóta, vitlausa dæmið þitt!“ bergmálaði í hellinum. Þá rann svolítið upp fyrir henni: hvað með réttu dæmin? Allar vitleysurnar voru dauðar og hin dæmin voru búin að raða sér í beina röð. En þá snéru Hjálp og Hrolleifur til baka. „Vel gert, frú Járnbrá, þér tókst það!“ kallaði Hjálp til hennar. „Þú fannst rununa,“ sagði Hrolleifur ánægður. „En það er hvergi hægt að finna hana,“ svaraði Járnbrá. „Jú, víst. Skrímslin sem eru eftir eru runan,“ sagði Hjálp. Og þá varð allt svart. Frú Járnbrá vaknaði í stólnum sínum inni á kennarastofu. Hún hafði sofnað meðan hún var að fara yfir próf. Henni leið ekki eins. Frekar þannig að allt væri miklu betra og skemmtilegra. Hún var ekki eins fúllynd. Eins og hún hefði það svo gott. Hún varð afskaplega góður kennari. En margir trúðu að hún væri skyggn. Hver veit, kannski þýða draumar eitthvað.

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.