Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Blaðsíða 43

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Blaðsíða 43
43 3. Að fjárhagsáætlun verði gerð til næstu þriggja ára með það að markmiði að jafnvægi ríki í fjármálum kirkjunnar. Áætlunin verði í tengslum við skipulag sem greint er frá í 2. lið. Kirkjuráð mun vinna að gerð fjárhagsáætlana með frekari hagræðingu í rekstri þjóð- kirkjunnar í huga. 4. Að mótuð verði fasteignastefna þjóðkirkjunnar. Kirkjuráð samþykkti að fela fasteignanefnd þjóðkirkjunnar að semja tillögur að fasteignastefnu þjóðkirkjunnar. Nú liggur fyrir kirkjuþingi 2011 tillaga að fasteigna- stefnu þjóðkirkjunnar. 5. Að hvatt verði til þess að sóknir og/eða prófastsdæmi sameinist um verkefni eins og aðstæður leyfa til hagræðis og sparnaðar t.d. í reikningshaldi, innkaupum o.fl. Kirkjuráð samþykkti að samhliða verkefninu um samstarf sókna sem nú er unnið að verði sóknir hvattar til að sameinast um verkefni til hagræðis og sparnaðar t.d. í reikningshaldi og innkaupum. Kirkjuráð bindur vonir við að þróun og innleiðing sam- starfssvæða leiði af sér hagræðingu og sparnað. 6. Vegna fyrirhugaðs niðurskurðar á sóknargjöldum er lagt til að kirkjuráð hafi forystu um að fulltrúar sóknanna fari á fund fjárlaganefndar Alþingis til þess að upplýsa þingmenn um alvarlega fjárhagsstöðu þeirra. Kirkjuráð samþykkti að kynna sóknarnefndum þessi tilmæli. Kirkjuráðsmenn gengu á fund fjárlaganefndar Alþingis til að ræða fjárhagsstöðu þjóðkirkjunnar. Ályktun kirkjuþings Í ályktun kirkjuþings í 3. máli – Skýrsla um fjármál þjóðkirkjunnar – segir m.a.: Kirkjuþing hefur áhyggjur af því að niðurskurður á lög- og samningsbundnum fjárframlögum ríkisins vegi að grunnþjónustu kirkjunnar, en á hana reynir mjög á erfiðum tímum. Kirkjuþing treystir því að ekki komi til frekari niðurskurðar og að samningar milli ríkis og kirkju verði virtir. Kirkjuþing hvetur forráðamenn sókna og allt sóknarnefndarfólk til þess að fylgja því eftir við löggjafarvaldið að sóknargjald verði ekki skert eins og nú kemur fram í því fjárlagafrumvarpi sem liggur fyrir Alþingi til afgreiðslu. Kirkjuráð hefur kynnt sóknarnefndum þessa ályktun. Vísað er til umfjöllunar síðar í skýrslunni um fjármál sókna. 4. mál. Starfsreglur um breytingu á starfsreglum um skipulag kirkjunnar í héraði nr. 1026/2007. Kirkjuþing 2010 samþykkti breytingu á starfsreglum um skipulag kirkjunnar í héraði sem m.a. fólu í sér sameiningu Borgarfjarðar- og Snæfellsness- og Dalaprófastsdæma í Vesturlandsprófastsdæmi, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæma í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi og Múlaprófasts- og Austfjarðaprófastsdæma í Austurlands- prófastsdæmi. Starfsreglurnar hafa verið birtar í Stjórnartíðindum. 5. mál. Starfsreglur um breytingu á starfsreglum um skipulag kirkjunnar í héraði nr. 1026/2007. Starfsreglurnar hafa verið birtar í Stjórnartíðindum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.