Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Blaðsíða 83

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Blaðsíða 83
83 Framtíðarhópur kirkjuþings Skýrsla til kirkjuþings Kirkja til framtíðar – skýrsla framtíðarhóps kirkjuþings Kirkjuþing 2010 samþykkti þingsályktun um skipun þriggja manna starfshóps „er meti nýlega þróun samfylgdar og tengsla ríkis og kirkju. Starfshópurinn skoði aukna fjölbreytni í menningar- og trúarlífi Íslendinga og hvernig þjóðkirkjan taki með skapandi hætti þátt í samfélagsþróuninni.“ Kirkjuþing kaus til starfa í starfshópnum: Birnu G. Konráðsdóttur, Hjalta Hugason og Sigurð Árna Þórðarson, sem var formaður hópsins. Varamenn, sem kosnir voru: Katrín Ásgrímsdóttir, Magnús E. Kristjánsson og Solveig Lára Guðmundsdóttir. Fyrir hönd Biskupsstofu lagði Árni Svanur Daníelsson hópnum lið. Starfshópurinn var jafnan kallaður framtíðarhópur kirkjuþings og verður það notað í þessari skýrslu. Framtíðarhópur hélt 14 fundi á starfsárinu. Verkþættir og umfang Í greinargerð með tillögu um framtíðarhóp þjóðkirkjunnar (24. mál) eru greindir verkhlutar í vinnu hópsins: Framtíðarsamskipti ríkis og kirkju; skilgreining á þjónustu kirkjunnar; endurskoðun á þjónustu kirkjunnar og þá einnig þjónusta djákna, biskupa og presta; endurskoðun á stjórnsýslu kirkjunnar; menntun kirkjustarfsfólks og stefnumið kirkjunnar verði skilgreind. Í greinargerð tillögunnar blasti við sóknarvilji á tíma þegar sótt var að kirkjunni. Sá andi er í fullu gildi. Kirkjuþing ákvað ekki fjárveitingu til starfs hópsins heldur kirkjuráð, sem veitti til starfsins tvö hundruð þúsund krónum. Þar með var ljóst að kirkjuráð veitti fé til að hefja mætti starf hópsins, en fresta yrði öllum þáttum starfsins þar til síðar. Hópurinn sendi kirkjuráði ábendingu um að þessi rammi myndi hamla starfi hans. Hópurinn ákvað að reyna að gera sem „mest“ en með sem „minnstum“ tilkostnaði, að fundir yrðu aðallega auglýstir á netinu og fundum utan höfuðborgarsvæðisins yrði frestað til síðara árs. Þá var ákveðið að nýta ódýrustu leiðirnar til umræðu: málþing, skrif og miðlun á vef. Hópurinn beitti sér fyrir umræðum, miðlun og opnum þingum og skipaði því miklu efni sem mun nýtast með beinu og óbeinu móti í stefnumörkun þjóðkirkjunnar á næstunni. Málþing og fundir voru í húsakynnum Neskirkju án þess að leigugjald væri innheimt, sem er hér er þakkað. Kostnaður vegna starfs nefndarinnar skiptist svo (í þús. kr.): Ferðakostnaður 130 RÚV-auglýsingar 23 Veitingar á fundum og málþingum 44. Ekki hefur verið til fé á fjárveitingu til hópsins til greiðslu launa vegna fjórtán funda framtíðarhóps, vinnu nefndarmanna milli funda, vinnu framsögumanna á þingum framtíðarhópsins eða vegna miðlunar efnis á vefnum eða greinaskrifa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.