Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Blaðsíða 113
113
18. mál kirkjuþings 2011
Flutt af kirkjuráði
Samþykkt þannig að lokinni umfjöllun í löggjafarnefnd:
Starfsreglur um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa.
1. gr.
Kjörgengur til embættis biskups Íslands og vígslubiskups er hver guðfræðikandídat,
sem fullnægir skilyrðum til þess að vera skipaður prestur í þjóðkirkjunni.
2. gr.
Kosningarrétt við biskupskjör eiga vígðir þjónar og leikmenn sem hér segir:
a) biskup Íslands, vígslubiskupar og þjónandi prestar þjóðkirkjunnar, sbr. 33. gr.
laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997. Ennfremur
þeir prestar þjóðkirkjunnar, sem settir eru til þjónustu til eins árs eða lengri
tíma.
b) prestvígðir menn í föstu starfi innan þjóðkirkjunnar.
c) þjónandi djáknar í föstu starfi innan þjóðkirkjunnar. Djákni skal vera ráðinn
ótímabundið eða til a.m.k. eins árs til að njóta kosningarréttar.
d) kjörnir fulltrúar á kirkjuþingi og í kirkjuráði.
e) formenn allra sóknarnefnda sem og varaformenn sóknarnefnda í Kjalarness-
prófastsdæmi og Reykjavíkurprófastsdæmum eystra og vestra.
f) kennarar í föstu starfi við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands
og eru guðfræðingar.
Skilyrði kosningarréttar er að kjósandi sé skráður í þjóðkirkjuna við framlagningu
kjörskrár.
3. gr.
Kosningarrétt við vígslubiskupskjör eiga vígðir þjónar og leikmenn sem hér segir:
a) biskup Íslands, vígslubiskupar og þjónandi prestar þjóðkirkjunnar, sbr. 33. gr.
laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, með starfsstöð
í því umdæmi vígslubiskups sem kosið er í. Ennfremur þeir prestar
þjóðkirkjunnar, sem settir eru til þjónustu til eins árs eða lengri tíma með
starfsstöð í því umdæmi vígslubiskups sem kosið er í.
b) prestvígðir menn í föstu starfi innan þjóðkirkjunnar með starfsstöð í því
umdæmi vígslubiskups sem kosið er í.
c) þjónandi djáknar í föstu starfi innan þjóðkirkjunnar með starfsstöð í því
umdæmi vígslubiskups sem kosið er í. Djákni skal vera ráðinn ótímabundið
eða til a.m.k. eins árs til að njóta kosningarréttar.
d) kjörnir fulltrúar á kirkjuþingi og í kirkjuráði
e) formenn sóknarnefnda í því umdæmi vígslubiskups sem kosið er í.
f) í Skálholtsumdæmi auk þess varaformenn sóknarnefnda í
Kjalarnessprófastsdæmi og Reykjavíkurprófastsdæmum eystra og vestra.
g) kennarar í föstu starfi við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands
og eru guðfræðingar.
Skilyrði kosningarréttar er að kjósandi sé skráður í þjóðkirkjuna við framlagningu
kjörskrár.