Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Blaðsíða 114

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Blaðsíða 114
114 4. gr. Kjörstjórn við kirkjuþingskjör, sbr. starfsreglur um kjör til kirkjuþings, er jafnframt kjörstjórn við kjör samkvæmt starfsreglum þessum. 5. gr. Kirkjuráð ákveður hvenær kosning skal fara fram. 6. gr. Kjörstjórn semur kjörskrá er miðist við 1. dag tiltekins mánaðar. Miða skal kosningar- rétt og kjörgengi við embætti og störf þann dag. Kjörskrá skal liggja frammi í eina viku á Biskupsstofu og hjá próföstum, frá auglýsingu um framlagningu kjörskrár. Heimilt er kjörstjórn að láta kjörskrá liggja frammi á fleiri stöðum svo og að birta hana á svæði þjóðkirkjunnar á vef þjóðkirkjunnar. Kjörstjórn auglýsir framlagningu kjörskrár á vef þjóðkirkjunnar eða á annan við- eigandi hátt sem og kærufrest sem skal vera ein vika frá framlagningu. Beri síðasta dag kærufrests upp á frídag skal næsti virki dagur teljast síðasti dagur kærufrests. Kærur skulu hafa borist kjörstjórn með sannanlegum hætti fyrir kl. 16:00 á síðasta degi kærufrests, eða hafa verið póstlagðar í síðasta lagi þann dag. Kæruheimild er bundin við þá sem eru í þjóðkirkjunni á því tímamarki sem kjörskrá miðast við. Kjör- stjórn úrskurðar kærur og gengur endanlega frá kjörskrá innan viku frá lokum kærufrests. Niðurstöður kjörstjórnar skulu liggja frammi á Biskupsstofu og skulu kærendur kynna sér þær þar. 7. gr. Heimilt er að skjóta úrskurði kjörstjórnar til yfirkjörstjórnar þjóðkirkjunnar innan þriggja daga frá því að kærufrestur rann út. Slíkar kærur skulu hafa borist yfirkjör- stjórn með sannanlegum hætti fyrir kl. 16:00 á síðasta degi kærufrests, eða hafa verið póststimplaðar í síðasta lagi þann dag. Kjörstjórn gengur endanlega frá kjörskrá þegar kærufrestir eru liðnir og úrlausn kjörstjórnar eða yfirkjörstjórnar um kærur liggur fyrir og skal hin endanlega kjörskrá miðast við lok kærufrests. 8. gr. Sá sem hyggst gefa kost á sér sem biskups- eða vígslubiskupsefni skal tilkynna það kjörstjórn. Tilkynningu þess efnis skal afhenda kjörstjórn eigi síðar en fjórum vikum eftir að kjörskrá er lögð fram. Tilkynning skal hafa borist kjörstjórn með sannanlegum hætti fyrir kl. 16:00 á síðasta degi skilafrests, eða hafa verið póstlögð í síðasta lagi þann dag. Kjörstjórn fer yfir framboð ef einhver eru og úrskurðar um kjörgengi frambjóðanda. Telji kjörstjórn að hafna beri framboði skal hún birta frambjóðanda þá niðurstöðu án tafar. Kæra má niðurstöðu kjörstjórnar til yfirkjörstjórnar innan viku frá því að hún var kunngerð. Kæra skal hafa borist kjörstjórn eða yfirkjörstjórn með sannanlegum hætti fyrir kl. 16:00 á síðasta degi kærufrests, eða hafa verið póstlögð í síðasta lagi þann dag. Kæruheimild er bundin við þá sem eru á endanlegri kjörskrá. Yfirkjörstjórn úrskurðar innan viku um kæruna. 9. gr. Kjörstjórn ákveður hvenær kosning hefst. Kosning skal fara fram með rafrænum hætti eins skjótt og auðið er eftir að endanleg kjörskrá liggur fyrir og endanlegur úrskurður um kjörgengi skv. 8. gr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.