Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Blaðsíða 86
86
samantekt á hverju erindi og ljósmyndum. Framsögum var einnig endurvarpað á
Rás1, í þættinum í Heyranda hljóði.
Könnun á viðhorfum
Framtíðarhópur efndi til könnunar í október og nóvember 2011 á viðhorfum fólks til
ýmissa þátta í kirkjulífinu og skipulagi kirkjunnar. Könnunin var send rafrænt til
sóknarnefndafulltrúa, fulltrúa á leikmannastefnu, fulltrúa í héraðsnefndum, biskupa,
kirkjuþingsfulltrúa, formanna sóknarnefnda, djákna og presta. Spurt var um líf og
starf þjóðkirkjunnar, skipulag hennar, um tengsl ríkis og þjóðkirkju, sem og kirkju- og
þjóðfélagsbreytingar á Íslandi.
Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar á kirkjuþingi 2011.
Verkefni framtíðarhóps
Kall tímans er að þjóðkirkjan snúi sjónum fram á veginn. Lagt er til að kirkjuþing
hnykki á mikilvægi þess að verja fjármunum og tíma til framtíðarvinnu. Efna þarf til
umræðu sem víðast í kirkjunni um hvað horfir til bóta í þjónustu og starfi kirkjunnar.
Vegna skertra tekna verður líka að ræða sem víðast um hvað eigi að setja í forgang í
starfi kirkjunnar og hvað ekki. Hvað er mikilvægast?
Þarft væri að kanna viðhorf og afstöðu meðlima þjóðkirkjunnar í kjölfar
kirkjukönnunarinnar. Samskipti ríkis og kirkju voru rædd í stjórnarskrárfrumvarpi
Stjórnlagaráðs og hafa einnig verið til skoðunar vegna þjóðkirkjufrumvarps
milliþinganefndar. Ákveða þarf hvernig kirkjan heldur því verki áfram. Það mál
varðar kirkjuna miklu. Þeir þættir sem nefndir eru í greinargerð með 24. máli
kirkjuþings 2010 þarfnast enn skoðunar.
Fram er komið nýtt mál á kirkjuþingi 2011, þ.e. nr. 25, um skipan nefndar til að vinna
að tillögu um skilgreiningu á hugmyndafræði og sýn þjóðkirkjunnar á starfi, skipulagi
og þjónustu þjóðkirkjunnar. Tillagan skarast við vinnu framtíðarhóps kirkjuþings.
Framtíðarhópur kirkjuþings fagnar þessari tillögu, en leggur til aðra nálgun.
Lagt til að í stað sjö manna nefndar sem tillaga 25. máls gerir ráð fyrir verði fram-
tíðarhópur kirkjuþings lagður niður og nýr 10 manna hópur skipaður. Mikilvægt er að
þeir hópar, sem vinna að framtíðarmálum á vegum kirkjuþings, vinni náið saman.
Verkefni hópsins verði þrjú, að gera tillögur um: 1. Tengsl ríkis og kirkju. 2. Sam-
félagslegt hlutverk kirkjunnar og safnaða hennar; 3. Innri mál: Skipan kirkjustarfs,
þjónustu í söfnuðum og samstarf í þjóðkirkjunni.
Hópurinn skipti með sér verkum og verði þrír í hverjum undirhóp, en hinn tíundi verði
formaður og verkstjóri og tengill hópa.
Árni Svanur Daníelsson hefur unnið með framtíðarhóp kirkjuþings og er honum
þökkuð þjónusta, sem og frummælendum og þátttakendum í málþingum og á fundum.
Reykjavík 2. nóvember 2011
Birna G. Konráðsdóttir
Hjalti Hugason
Sigurður Árni Þórðarson