Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Blaðsíða 19

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Blaðsíða 19
19 mótaðar yrðu tillögur um fyrirmyndarvinnubrögð í öllu því er lýtur að forvörnum, fræðslu og viðbrögðum við kynferðislegu ofbeldi og áreiti á vettvangi kirkjunnar. Því markmiði munum við ná undir þeim formerkjum að þjóðkirkjan þolir ekki og sættir sig ekki við ofbeldi af nokkru tagi, hvorki kynferðislegt ofbeldi né annars konar yfirgang og svívirðu. Á þeim skamma tíma sem liðinn er frá aukakirkjuþingi hefur þessi úrbótanefnd innt af hendi mikið verk og vinnur nú að því að leggja frekari grundvöll að lagfæringum og umbótum eins og fram kemur í áfangaskýrslu hennar til kirkjuþings. Það er hins vegar ljóst að nefndin þarf lengri tíma til að skila þinginu endanlegum tillögum. Það koma ekki allir dagar í sama böggli, segir máltækið. Það þýðir ekki að enn hafi ekkert áunnist, öðru nær. Nefndin hefur stofnað til nauðsynlegrar samræðu um forvarnir og viðbrögð gegn kynferðislegu ofbeldi og leitað samráðs og samskipta við fulltrúa flestra þeirra samtaka og stofnana sem með einhverjum hætti vinna að þessum viðkvæmu málum. Þá hefur nefndin gengist fyrir samkomulagi um sanngirnisbætur við þrjár þeirra kvenna sem rannsóknarnefndin tiltekur sérstaklega og telur kirkjuna hafa brotið gegn með mistökum í málsmeðferð þegar þær leituðu viðbragða hennar við ásökunum sínum um kynferðisbrot fyrir hálfum öðrum áratug. Þjóðkirkjan er í forystusveit þeirra sem hér vilja taka höndum saman og á vettvangi hennar hefur margt og mikið áunnist á undanförnum árum, höldum því til haga. Það var þannig eitt af fyrstu verkum Karls Sigurbjörnssonar í embætti biskups Íslands fyrir þrettán árum að beita sér fyrir því að settar yrðu verklagsreglur um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar sem síðan hafa verið að þróast og mótast með margvíslegum hætti. Fagráð um meðferð kynferðisbrotamála innan kirkjunnar hefur um árabil unnið ómetanlegt starf sem sannarlega ber að þakka og meta að verðleikum. Umræðan um viðbrögð við kynferðisbrotum innan kirkjunnar hefur haldið áfram og á að halda áfram. Fyrir þremur vikum var hér hjá okkur dr. Marie Fortune, vígður prestur og einn virtasti fagaðili og rithöfundur á sviði fræðslu- og forvarnarmála í Bandaríkjunum um kynferðislegt ofbeldi á kirkjulegum vettvangi. Þjóðkirkjan studdi komu hennar hingað með margvíslegum hætti og er enginn efi á því að leiðsögn hennar muni nýtast okkur vel í úrbótastarfinu, bæði í guðfræðilegu og siðfræðilegu tilliti. Skýrsla rannsóknarnefndar kirkjuþings er að sjálfsögðu enn til umfjöllunar á þessu þingi og frekari ályktana eftir því sem kirkjuþing kýs. Umræða um hana og viðbrögð við kynferðislegu ofbeldi innan kirkjunnar yfirleitt fer fram í 16. máli þingsins þar sem jafnframt verður fjallað um störf úrbótanefndarinnar. Það er mikilvægt að halda því til haga í þessari umræðu allri að það er skýr og ótvíræð niðurstaða rannsóknarnefndar kirkjuþings að af hálfu yfirstjórnar kirkjunnar hafi ekki verið um að ræða vísvitandi þöggun eða tilraun til þöggunar gagnvart þeim ásökunum um kynferðisbrot sem í deiglunni hafa verið. Vissulega voru gerð margvísleg mistök í stjórnsýslu og mannlegum samskiptum eftir að ásakanir um kynferðisbrot höfðu verið bornar fram, þar á meðal í meðferð erindis Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur á árunum 2009 til 2010. Þau mistök eru fyllilega viðurkennd og mikið harmsefni. En þau fólu ekki í sér þöggun eða tilraun til þöggunar að mati rannsóknarnefndarinnar. Af öllum þeim atriðum sem nefndin tók til gagngerrar skoðunar telur hún að einungis yfirlýsing aðalfundar Prófastafélags Íslands 7. mars 1996 hafi falið í sér tilraun til þöggunar, að hún hafi verið til þess fallin að bæla niður eða lægja opinbera umræðu um þær ásakanir sem fram höfðu komið á hendur þáverandi biskupi. Prófastafélagið er samráðsvettvangur prófasta sem eru trúnaðarmenn biskups Íslands hver í sínu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað: Gerðir kirkjuþings 2011 (01.01.2011)
https://timarit.is/issue/389677

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Gerðir kirkjuþings 2011 (01.01.2011)

Aðgerðir: