Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Blaðsíða 115
115
Kjörstjórn sendir, með rafrænum hætti, kosningabærum mönnum, nauðsynleg kjör-
gögn og leiðbeiningar um það hvernig kosning fari fram. Kjósandi skal staðfesta
móttöku.
Hafi kjósandi ekki rafrænt póstfang skal senda lykilorð til hans í pósti ásamt leið-
beiningum um hvar hann geti kosið. Allar upplýsingar og nauðsynleg gögn skulu
einnig vera aðgengileg á vef þjóðkirkjunnar.
Á rafrænum kjörseðli skal birta nöfn kjörgengra frambjóðenda og hafa jafnframt auða
línu þar sem kjósandi getur ritað nafn annars kjörgengs manns en þess eða þeirra sem
boðið hafa sig fram. Kjósandi skal kjósa með því að merkja við eitt nafn. Kjósandi
skal eiga þess kost að skila auðu.
Rafrænni kosningu skal vera lokið innan viku frá því hún hefst.
Réttkjörinn biskup eða vígslubiskup er sá, sem fær meirihluta greiddra atkvæða. Ef
enginn fær þann atkvæðafjölda skal kosið að nýju milli þeirra tveggja sem flest fengu
atkvæði. Ef tveir fá jafnmörg atkvæði skal kosið milli þeirra. Ef fleiri en tveir fá
jafnmörg atkvæði skal hlutkesti ráða milli hverra tveggja kosið er. Sá er réttkjörinn,
sem fær þá flest atkvæði. Verði atkvæði jöfn skal hlutkesti ráða.
10. gr.
Heimilt er að kæra kosningar samkvæmt starfsreglum þessum, Yfirkjörstjórn
þjóðkirkjunnar, sbr. starfsreglur um kjör til kirkjuþings fer með endanlegt úrskurðar-
vald í ágreiningsmálum vegna kosninga samkvæmt starfsreglum þessum. Fer um
kærumál og meðferð þeirra eftir gildandi starfsreglum um yfirkjörstjórn á hverjum
tíma eins og við getur átt, nema starfsreglur þessar mæli annan veg.
Rétt til að kæra kosningu samkvæmt starfsreglum þessum eiga þeir einir sem hafa
kosningarrétt. Kærur vegna kosningar skulu hafa borist kjörstjórn eigi síðar en þremur
dögum eftir að atkvæði eru talin liggja fyrir. Beri síðasta dag kærufrests upp á frídag
skal næsti virki dagur teljast síðasti dagur kærufrests.
Kærur skulu hafa borist kjörstjórn með sannanlegum hætti fyrir kl. 16:00 á síðasta
degi kærufrests, eða hafa verið póststimplaðar í síðasta lagi þann dag. Leggur hún þær
fyrir yfirkjörstjórn þjóðkirkjunnar til úrskurðar ásamt athugasemdum sínum.
Yfirkjörstjórn úrskurðar innan viku um kæruna.
11. gr.
Þegar endanleg niðurstaða kosningar liggur fyrir tilkynnir kjörstjórn ráðherra kirkju-
mála úrslit kosningarinnar.
12. gr.
Starfsreglur þessar sem settar eru samkvæmt heimild í 59. gr. laga um stöðu, stjórn og
starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997 öðlast gildi 1. janúar 2012. Starfsreglur um
kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa nr. 818/2000 falla brott frá sama tíma.