Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Blaðsíða 146

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Blaðsíða 146
146 Einarssonar og staðfestingar á reglum um Þingvallakirkju. Í fyrsta skipti í sögunni voru allir formenn og varaformenn nefndanna konur og þær hafa allar skilað verki sínu vel og örugglega þannig að mikill sómi er að. Fyrir það skulu þær hafa heila þökk okkar hinna. Flest eru þessi mál þýðingarmikil í starfi og stefnumörkun þjóðkirkjunnar. Þau eru öll borin fram af góðum huga og vilja til umbóta. Sum þeirra lúta að hinni veraldlegu ásýnd sem á hverjum tíma verður að svara kalli samtíma síns og þeim veruleika sem við lifum í. Önnur vísa fram á veg til þátttöku kirkjunnar í samfélaginu og þeirrar trúarlegu og siðferðilegu forystu sem kirkjunni ber að veita til að geta risið undir því heiti í vitund almennings að vera þjóðkirkja, kirkja sem er öllum opin og alltaf til reiðu og til þess búin að þjóna og líkna, boða fagnaðarerindi Krists bæði í orði og ekki síður í verki, smáu verki og stóru. Þannig kirkja hlýtur að eiga brýnt erindi við samtíma sinn og þar liggur ábyrgð kirkjuþings að treysta þær undirstöður. Í upphafi þessa kirkjuþings greindi biskup Íslands frá því að hann myndi láta af embætti á sumri komanda. Og nú í lok þingsins hefur komið fram sams konar yfir- lýsing frá vígslubiskupi á Hólum. Þetta eru mikil straumhvörf í kirkjunni og það er sannarlega mikil eftirsjá að þessum tveimur öðlingum þótt þeir muni engan veginn hverfa úr vitund og veruleika kirkjunnar. Það er ekki aðeins von mín heldur miklu fremur vissa að þeir muni áfram verða öflugir leiðtogar trúarinnar og vegvísar kirkju og kristni hér á landi um langa hríð. Þótt ég vilji ekki líta svo á að upp sé runnin kveðjustund hlýt ég engu að síður að færa þeim báðum einlægar þakkir kirkjuþings fyrir mikið eljuverk og framúrskarandi störf í þágu þingsins um árabil og ekki síður gjöfula samveru og samvistir í önnum og erli margra þinga. Við óskum þeim báðum og fjölskyldum þeirra gæfu og Guðs blessunar um ókomna tíð. Ég vil að lokum færa kirkjuþingi innilegustu þakkir fyrir góðar samverustundir og samvinnu, málefnalegar umræður, ótrúlega elju og vönduð vinnubrögð. Ég þakka einnig og ekki síður starfsfólki þingsins fyrir frábærlega vel unnin störf, bæði hér á þinginu og í aðdraganda þess. Ég þakka húsráðendum hér, sóknarpresti og starfsfólki Grensáskirkju hlýju og velvild í garð kirkjuþings fyrr og síðar. Í þessari kirkjulegu mannlífsmiðstöð sem hér stendur er Fjölskylduþjónusta og Hjálparstarf kirkjunnar einnig til húsa. Öllu því góða fólki sem þar starfar færi ég fyrir hönd kirkjuþings bæði þakkir fyrir ómetanleg störf og elju og fyrirbænir um styrk í því mannræktar- og hjálparstarfi sem yfir stendur í hringiðu efnahagsþrenginga og upplausnar og erfiðleika alltof margra heimila í landinu. Við hófum þetta kirkjuþing með því að hlýða á unaðslega tónlist. Þar var meðal annars sunginn sálmurinn Mikli drottinn, dýrð sé þér eftir séra Kristján Val Ingólfsson vígslubiskup í Skálholti. Það fer vel á því að enda þetta þing með öðrum texta víglubiskupsins um þann frið sem ég vona að fylgi öllum kirkjuþingsmönnum og starfsfólki þingsins heim á leið og á leiðarenda: Þér friður af jörðu fylgi nú og friðurinn himni frá. Og lækjanna friður sé með þér og friður um höfin blá. Djúp kyrrð komi yfir þig. Guðs frið gefi Drottinn þér. Kirkjuþingi 2011 er slitið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.