Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Blaðsíða 23

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Blaðsíða 23
23 Ávarp innanríkisráðherra, Ögmundar Jónassonar Það er ánægjulegt að vera hér á hátíðlegri stundu í upphafi kirkjuþings. Hér mun fara fram mikilvæg umræða og vil ég nota þetta tækifæri til að óska kirkjuþingi alls góðs í störfum sínum, svo og íslensku þjóðkirkjunni. Í upphafi máls míns langar mig til að víkja nokkrum orðum að okkar fyrri samskiptum. Á prestastefnu sem haldin var í Háskóla Íslands 3. maí síðstliðinn sagði ég eftir- farandi: „Sem stofnun hefur kirkjan þurft að sæta miklum niðurskurði eins og aðrar stofnanir í samfélagi okkar. Því miður sér enn ekki fram úr þeim þrengingum sem við er að stríða. Án þess að ég vilji gefa nokkur fyrirheit um framhaldið – reyndar er boðaður niðurskurður á komandi ári – þá vil ég engu að síður bjóða kirkjunni að tilnefna tvo fulltrúa í starfshóp með fulltrúum innanríkisráðuneytisins sem meti hvaða áhrif niðurskurðurinn hefur haft á starfsemi kirkjunnar og hverjar yrðu afleiðingarnar ef haldið yrði áfram á þessari braut. Þar með er ég að bregðast við ákalli biskups sem lýst hefur þungum áhyggjum yfir stöðu mála í formlegu erindi til mín sem ráðherra kirkjumála. Ég er meðvitaður um ábyrgð mína sem aðili að framkvæmda- og fjárveitingarvaldi. Mitt hlutverk er meðal annars að halda til haga hagsmunum skattgreiðenda og ríkissjóðs en við sem höfum þetta verkefni með höndum þurfum jafnframt að vera meðvituð um afleiðingar gerða okkar.“ Þetta gekk eftir og hóf starfshópurinn vinnu í ágústbyrjun. Til að honum yrði unnt að meta áhrif niðurskurðar fjárveitinga á starfsemi kirkjunnar fól hann starfsmanni sínum að reikna út hver þessi niðurskurður hefði verið allt frá því hann hófst eftir bankahrunið og að bera hann saman við þann niðurskurð sem almennt hefði verið hjá ríkisaðilum. Þá var jafnframt ákveðið að leita eftir því að fá aðgang að ársreikningum sókna þjóðkirkjunnar til að leggja mat á hvernig þær hefðu brugðist við niður- skurðinum og hvaða áhrif hann hefði haft á starfsemi þeirra. Þjóðkirkjan fær fjárveitingar á nokkrum fjárlagaliðum. Tveir þeirra eru langstærstir, þ.e. til biskupsstofu til greiðslu launa presta, prófasta og annarra starfsmanna þjóðkirkjunnar og vegna annars rekstrarkostnaðar en sá liður byggist á samkomulagi milli ríkis og kirkju frá árinu 1997. Hinn liðurinn er til reksturs kirkna og starfsemi sókna landsins en um hann giltu lög frá 1987 um sóknargjöld o.fl. Ákvæðum þeirra laga um fjárhæð sóknargjalda hefur verið breytt árlega frá árinu 2008 með lögum um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Aðrir fjárlagaliðir eru kirkjumálasjóður, kristnisjóður og jöfnunarsjóður sókna. Eftir hrun tók kirkjan á sig skerðingu á fjárveitingum til Biskupsstofu og hefur verið um það gerður árlegur viðaukasamningur við fyrrnefndan samning frá 1997 þar sem framlögin eru lækkuð til samræmis við almennan niður- skurð á flestum sviðum ríkisins eins og segir í honum. Enginn slíkur samningur var gerður um skerðingu sóknargjaldanna. Sú skerðing hefur verið ákveðin af fjár- veitingavaldinu við undirbúning fjárlaga ár hvert. Við upptöku staðgreiðsluskatts árið 1988 urðu sóknargjöld hluti af skattinum en höfðu áður verið innheimt sérstaklega og skilað til kirkjunnar. Við undirbúning laga- breytingarinnar var þessi leið valin þar eð hún þótti einföld í framkvæmd og talin myndu tryggja til frambúðar stöðugleika á umræddum tekjustofnum kirkjunnar eins og sagði í athugasemdum með lagafrumvarpinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.