Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Blaðsíða 55

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Blaðsíða 55
55 11. mál 2011. Tillaga til þingsályktunar um fasteignastefnu þjóðkirkjunnar. Kirkjuráð leggur hér fram tillögu að fasteignastefnu þjóðkirkjunnar en samkvæmt starfsreglum um prestssetur og aðrar fasteignir þjóðkirkjunnar nr. 950/2009 skal kirkjuþing samþykkja stefnumótun um fasteignir þjóðkirkjunnar sem kirkjuráði ber síðan að fylgja eftir. Tillaga þessi að stefnumótun nær fyrst og fremst til fasteigna í eigu kirkjumálasjóðs, en einnig er að finna almenn ákvæði um fasteignir sókna. Leitast er við að hafa stefnuna sem stysta og einfaldasta þótt viðfangsefnið sé um margt flókið og fasteignir þjóðkirkjunnar mismunandi. 12. mál 2011. Tillaga til þingsályktunar um kaup og sölu fasteigna. Kirkjuráð óskar eftir að kirkjuþing 2011 heimili sölu þeirra fasteigna sem greinir í málinu. Byggt er á tillögu að fasteignastefnu sem kirkjuráð leggur fram í 11. máli kirkjuþings 2011 ásamt greinargerð. 13. mál 2011. Tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um skipulag kirkjunnar í héraði nr. 1026/2007. Hér er lögð fram tillaga sem lýtur að fækkun prestssetra. Tillagan grundvallast á tillögu kirkjuráðs að fasteignastefnu í 11. máli, þar sem lagt er til að prestssetrum fækki nokkuð. Tillagan í þessu máli felur í sér nauðsynlegar breytingar á starfsreglum svo stefnan nái fram að ganga. Gengið er út frá því að sanngirnissjónarmiða sé gætt gagnvart þeim prestum sem sitja prestssetur nú. Þannig er gert ráð fyrir að prestur þurfi ekki að afhenda prestssetur sitt fyrr en hann fær lausn frá embætti. Samkvæmt því gæti prestur setið prestssetrið til 70 ára aldurs kjósi hann svo. 14. mál 2011. Tillaga að starfsreglum um val og veitingu prestsembætta. Tillaga þessi er unnin af nefnd sem kirkjuráð skipaði í samræmi við samþykkt kirkjuþings 2010. Í tillögunni er lagt til að samþykktar verði nýjar starfsreglur um val og veitingu prestsembætta sem byggja að mestu á frumvarpi um hið sama, sem lagt var fram á kirkjuþingi 2010, en náði ekki fram að ganga. Í tillögu þessari er m.a. lagt til að sett verði sú ófrávíkjanlega regla, að sérstakur ráðgjafi starfi með biskupi, prófasti, valnefnd og sóknarnefnd að vali á presti. 15. mál 2011. Tillaga að starfsreglum um presta. Kirkjuráð leggur hér fram nýjar starfsreglur um presta sem leysi núgildandi starfs- reglur af hólmi. Tillaga þessi að starfsreglum felur í sér að ákvæði um val og veitingu prestsembætta falli brott úr almennum starfsreglum um presta. Efni núgildandi starfsreglna er að mestu leyti tekið óbreytt upp í þessar tillögur, en þó eru nokkur mikilvæg nýmæli s.s.að skilgreint er ítarlega inntak þeirra starfsskyldna sem hvíla á prestsembættum þjóðkirkjunnar og jafnframt eru ákvæði um stöðu og verkaskipti sóknarpresta og presta í prestaköllum miklu ítarlegri en nú er. 17. mál 2011. Tillaga til þingsályktunar um kjör til kirkjuþings. Hér er lögð fram tillaga til þingsályktunar um kynningu á hugmyndum að endurskoð- uðum starfsreglum um kjör til kirkjuþings. Gert er ráð fyrir að kirkjuþing 2012 afgreiði málið endanlega. Tillögur þessar fela í sér ýmsar breytingar frá núgildandi reglum en lagt er m.a. til að kjördæmin verði þrjú í stað níu þ.e. Reykjavíkur- kjördæmi, Skálholtskjördæmi og Hólakjördæmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.