Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Blaðsíða 20

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Blaðsíða 20
20 umdæmi en telst ekki til yfirstjórnar þjóðkirkjunnar. Þetta er ekki sagt hér til að draga úr ábyrgð yfirstjórnar kirkjunnar á þeim mistökum sem hún sannanlega gerði heldur til að fylgja því heilræði Ara fróða að hafa það heldur er sannara reynist. Þetta hefur ýmsum, þar á meðal Ríkisútvarpinu, gengið miður vel að virða í umfjöllun um þessi viðkvæmu mál. Þjóðkirkjan stendur nú á krossgötum. Hún horfist í augu við sjálfa sig án þess að líta undan. Verkefnið er knýjandi: Hún á að draga skýrar víglínur í baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi. Hún á að hafa réttlæti og virðingu fyrir mannlegum til- finningum og vanmætti fórnarlamba að leiðarljósi. Hún á að undirstrika það rækilega í allri sinni framgöngu og boðun að kynferðislegt ofbeldi sé synd í kristnum trúarskilningi. Hún á að umvefja þá sem til hennar leita og telja á sér brotið. Hún á að styrkja þá og leiðbeina þeim og leitast við að koma málum í réttan farveg eftir því sem unnt er. Hún á að veita skjól og fylgd, bæði fórnarlömbum og ógæfufólki. Allt þetta getur kirkjan gert um leið og hún virðir í einu og öllu þá grundvallarreglu réttarríkisins að sérhver maður skuli saklaus talinn þar til sekt hans er sönnuð. Gleymum því ekki að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Kirkjan eða einstakir kirkjunnar menn, vígðir þjónar eða leikmenn, mega aldrei falla í þá freistni að taka sér dómsvald, koma fram sem rannsóknarréttur eða úrskurðaraðili og handhafi sannleika um sekt eða sýknu þeirra sem eru bornir sökum. Þá færi kirkjan sem siðferðilega ábyrg stofnun inn á háskalegar brautir. Hlutverk kirkjunnar er fyrst og fremst að vera til staðar, styðja og styrkja, fræða og uppörva, efla von og kærleika og vitund um mannlega reisn og réttlæti. Aðeins þannig getur hún verðskuldað traust og trúnað. Virðulega kirkjuþing og góðir gestir. „Vont er þeirra ránglæti, verra þeirra réttlæti“, sagði Jón Hreggviðsson í Íslandsklukkunni forðum tíð. Ekki verður hjá því komist að þessi fleygu orð leiti á hugann þegar horft er til þess hvernig stjórnlagaráð hefur skilist við tilvist þjóðkirkjunnar í tillögum sínum að nýrri stjórnarskrá. Þar er hlaupist undan þeim vanda að kveða á um hvort hér á landi skuli vera þjóðkirkja eða ekki. Það ákvörðunarvald er fengið Alþingi með orðunum: „Í lögum má kveða á um kirkjuskipan ríkisins“ – rétt eins og sérstaka heimild þurfi í stjórnarskrá til að Alþingi geti gegnt löggjafarhlutverki sínu! Hitt er þó sönnu nær að það hlýtur að vera einn af grundvallarþáttum samfélagsins og því einn þráður í stjórnarskrá ef hin evangeliska lúterska kirkja á áfram að vera þjóðkirkja á Íslandi. Þar að auki er það rangnefni að tala nú um „kirkjuskipan ríkisins“ þegar fyrir liggur að þjóðkirkjan er ekki lengur ríkiskirkja heldur sjálfstæð stofnun sem ber réttindi og skyldur að lögum. Með þessari tillögugerð stjórnlagaráðs er því sköpuð óviðundandi óvissa. Þetta er raunar ekki eina dæmið um ófullnægjandi frágang í hugmyndum um nýja stjórnarskrá og nægir þar að nefna þær snörpu deilur sem risið hafa um stöðu og hlutverk forseta Íslands. Í núgildandi stjórnarskrá, sem er að stofni til frá árinu 1874 og halda verður í heiðri þar til ný stjórnarskrá hefur komið í hennar stað, er tvennt sem nýtur sérstakrar verndar. Annars vegar þurfa breytingar á stjórnarskránni almennt að ganga í gegnum það nálarauga að þær kalla á þingrof og samþykki tveggja löggjafarþinga, fyrir og eftir almennar alþingiskosningar. Hins vegar eru breytingar á kirkjuskipaninni – og þar með sú spurning hvort hér skuli vera þjóðkirkja eða ekki – háðar því að Alþingi taki skýra ákvörðun um afnám þjóðkirkju og þjóðin fái að greiða atkvæði um þá ákvörðun sérstaklega. Það nægir ekki að leggja fram tillögu að nýrri stjórnarskrá þar sem engu er slegið föstu um þjóðkirkju á Íslandi. Í þjóðaratkvæðagreiðslu um slíka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.