Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Blaðsíða 57

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Blaðsíða 57
57 26. mál 2011. Tillaga til þingsályktunar um vímuvarnarstefnu þjóðkirkjunnar. Nú er lögð fyrir kirkuþing endurskoðuð og breytt vímuvarnarstefna. Hlutverk og markmið stefnunnar er að þjónandi kirkja veitir einstaklingum og fjölskyldum aðstoð, hjálp og sálgæslu vegna erfiðleika, þjáningar og sorgar sem oft hljótast af áfengis- neyslu og vímuefnanotkun. Þjóðkirkjan vill auka fræðslu um vímuefnamál og efla forvarnir svo hún geti betur komið að stuðningi við einstaklinga og fjölskyldur. Styrkja skal færni vígðra þjóna og annars starfsfólks sem sinnir einstaklingum og fjölskyldum. 28. mál 2011. Tillaga að starfsreglum um sóknarnefndir. Hér eru lagðar fram nýjar starfsreglur um sóknarnefndir en núgildandi reglur eru að stofni til frá 1998. Þær hafa tekið ýmsum breytingum frá gildistöku ekki hvað síst hvað er varðar fjárstjórn sókna. Í ljósi þeirra mörgu breytinga sem orðið hafa á reglunum frá setningu þeirra þykir rétt, til einföldunar og hagræðis að leggja til að kirkjuþing setji nýjar starfsreglur er leysi hinar eldri af hólmi. Lagt er til að skilgreint verði í starfsreglunum hverjar séu frumskyldur kirkjusóknar og að stjórnskipuleg staða sóknarnefndar sé betur skilgreind en nú er. Lagt er til að skilgreint sé hugtakið „leikmaður“, þ.e. að leikmaður sé sá sem ekki hefur tekið vígslu til prests eða djákna. Vígður maður geti ekki tekið sæti í sóknarnefnd jafnvel þótt hann starfi ekki sem djákni eða prestur. 29. mál 2011. Tillaga að reglum um Þingvallakirkjunefnd. Tillaga þessi um skipun kirkjunefndar Þingvallakirkju, felur í sér að sérstaklega skipuð nefnd fari með umsjón og eftirlit með kirkjunni og standi fyrir helgihaldi yfir sumartímann. Nefndina skipi fulltrúar Þingvallanefndar, Suðurprófastsdæmis, íbúa Þingvallasveitar auk vígslubiskups í Skálholti sem verði formaður nefndarinnar. 31. mál 2011. Tillaga að staðfestingu á breytingu á stofnskrá fyrir Stofnun dr. Sigurbjörns Einarssonar. Kirkjuráð leggur til breytingar á stofnskrá fyrir stofnunina á grundvelli tillagna stjórnar stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar. Meginatriði breytinganna felur í sér að rofin eru þau tengsl stofnunarinnar við Kapellu ljóssins sem stefnt var að við stofnsetningu. Kapella ljóssins er í eigu kirkjumálasjóðs en kirkjuþing hefur heimilað sölu hennar að ósk kirkjuráðs. Þá er lagt til að hlutverk stofnunarinnar breytist þannig að hún standi beint fyrir fræðslu með ráðstefnuhaldi, námskeiðum og rannsóknum í stað þess að leggja til aðstöðu til slíks eins og nú er. 32. mál 2011. Tillaga til þingsályktunar um samskiptastefnu þjóðkirkjunnar. Kirkjuráð leggur nú fram tillögu að samskiptastefnu þjóðkirkjunnar. Kirkjuþing 2009 fól kirkjuráði að skipa starfshóp sem móta skyldi samskiptastefnu sem tæki til grunngilda og markmiða samskiptastarfs kirkjunnar í sóknum, prófastsdæmum og á landsvísu. Starfshópurinn setti sér að markmiði að draga fram forsendur samskiptastarfs kirkjunnar og setja niður leiðir sem miða að því að styrkja samskipta- menningu í þjóðkirkjunni og gera innri og ytri upplýsingamiðlun markvissari. 34. mál 2011. Tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um rekstrarkostnað prestsembætta og vegna prófastsstarfa nr. 819/1998. Vegna niðurskurðarkröfu ríkisins er hér lagt til að skorið verði niður í rekstrarkostnaði prestsembætta. Rétt þykir að skerða fastan skrifstofukostnað enda er talið að það bitni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.