Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Blaðsíða 137
137
32. mál kirkjuþings 2011
Flutt af biskupi Íslands
Samþykkt þannig að lokinni umfjöllun í allsherjarnefnd:
Þingsályktun um samskiptastefnu þjóðkirkjunnar.
Samskiptastefna þjóðkirkjunnar
Samtal, tengsl, trúnaður
Samskiptastefna þjóðkirkjunnar 2011-2014
1. Sýn
Þjóðkirkjan er lifandi hreyfing fólks sem á samleið í trúnni á Jesú Krist.
Þjóðkirkjan er vettvangur samtals um trú og lífsgildi.
Þjóðkirkjan gefur fólki færi á að íhuga og iðka trú.
Þjóðkirkjan er nærverandi og opin kirkja sem hvílir á stoðum trúar, hugrekkis og
vonar.
2. Grunngildi
Samskipti kirkjunnar, í sóknum, prófastsdæmum og um land allt, miðla sýn á trú,
samfélag og manneskju. Þau felast í samtali sem leiðir til tengsla og trúnaðar milli
kirkju og þjóðar.
2.1 Þjóðkirkjan miðlar trú:
Grundvöllur kirkjunnar er trúin á Guð sem elskar, Krist sem er lifandi og nálægur og á
heilagan, lífgefandi anda. Trúin er gjöf sem verður til þegar manneskjan mætir Guði
sem frelsar, umbreytir og skapar á hverjum tíma.
Kirkjan miðlar trú sem vekur von gagnvart framtíðinni, á tímum gleði og sorgar.
Kirkjan miðlar trú á að sérhver manneskja er sköpuð í mynd Guðs, á rétt á lífi í fullri
reisn og að njóta kærleika.
Kirkjan leggur sitt af mörkum til að gefa öllum tækifæri á að lifa merkingarbæru lífi.
Kirkjan skapar rými fyrir traust og öryggi, sem er hverjum einstaklingi nauðsyn til að
geta lifað í fullri gnægð og fundið vonina andspænis vandamálum, sorg og dauða.
2.2 Þjóðkirkjan er opin:
Kirkjan er opin þjóðkirkja sem tekur á móti öllum sem nálgast hana: Trúuðum, þeim
sem eru leitandi, þeim sem efast, meðlimum kirkjunnar og þeim sem ekki eru með-
limir hennar.
Kirkjan er opinn og nærandi vettvangur fyrir íhugun, kyrrð, samtal um lífið, trúna og
efann.
Kirkjan hlustar og hefur hugrekki til að iðka heiðarlegt og gagnsætt samtal um hlut-
verk og stöðu trúarinnar í samtímanum.
Kirkjan er lýðræðisleg og hvílir á því að fólk er tilbúið að skuldbinda sig í þágu
hennar. Öllum er boðin þátttaka og allir geta haft áhrif innan hennar.