Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Blaðsíða 29

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Blaðsíða 29
29 fyrir að hafa brugðist fljótt við áhrifum kreppunnar á bágstadda á Íslandi. Þetta og þátttaka þjóðkirkjunnar í baráttusamtökum gegn fátækt og félagslegri einangrun í Evrópu, EAPN, samstarf á vettvangi alþjóðlegra kirknastofnana um þróunarhjálp og neyðaraðstoð, og starf kristniboðsins sem sannarlega gegnir miklu hlutverki að mannúðarmálum og þróunarstarfi, allt þetta þarf að komast af alvöru á dagskrá safnaðanna í landinu og verða hjartans mál presta, djákna og safnaðanna. Kærleiksþjónusta kirkjunnar birtist líka þeirri í vímuvarnastefnu kirkjunnar sem liggur fyrir kirkjuþingi nú, og varðar eitt alvarlegasta samfélagsvandamál sem við er að etja í samtímanum. Það sem að kirkjunni snýr í þeim efnum er viðbrögð hvað varðar starfsfólk kirkjunnar, sem og fræðsla og uppeldi sem miðar að mótun heilbrigðrar menningar og lífsstíls. Svo vil ég minna á að stefnumörkun um kristniboð er á dagskrá kirkjuþings að þessu sinni, sem og stefnumótun í málefnum fatlaðra. Þar er lögð áhersla á að fatlaðir eru ekki aðeins þiggjendur, heldur veitendur í samfélaginu, með sínar náðargáfur samfélaginu til blessunar. Nú eru þrjátíu ár síðan formlegt kirkjustarf hófst meðal heyrnarskertra, Kirkja heyrnarlausra var stofnuð og séra Miyakó Þórðarson, prestur heyrnarlausra var vígð til að þjóna þeim sem háðir eru táknmáli og fjölskyldum þeirra. Við óskum þeim til hamingju á tímamótum. Nú hefur íslenskt táknmál verið lögleitt á Íslandi og leggur það kirkjunni sérstakar skyldur á herðar. Ég vil geta þess að á prestastefnu, sem haldin verður í júnímánuði að þessu sinni, munu málefni þjónandi kirkju verða á dagskrá. Indverski presturinn og mannréttinda- frömuðurinn Father Martin mun koma og verða aðalræðumaður. Hjálparstarf kirkjunnar hefur um árabil stutt mannréttindastarf samtakanna, Social Action Move- ment í Tamil Nadu, sem hann setti á laggirnar fyrir aldarfjórðungi og hefur stýrt allt til þessa. Samtökin hafa m.a. beitt sér fyrir stofnun verkalýðsfélaga meðal hinna snauðustu og réttlausustu allra öreiga. Eins hafa samtökin leyst fjölda ánauðugra barna úr skuldaánauð, meðal annars fyrir dyggan stuðning íslensks almennings að tilstuðlan Hjálparstarfs kirkjunnar. Þegar leitast er við að skilgreina þjóðkirkjuna, eðli hennar og þróun og horft til framtíðar hennar þá skulum við hafa þetta allt í minni. Þjónandi kirkja heima og í alþjóðlegu samhengi. Kirkjuráði hefur verið mikill vandi á höndum að mæta stórfelldum tekjumissi þjóðkirkjunnar, sjóða kirkjunnar og sókna landsins. Höfum við þurft að velta við hverjum steini. Ég vil þakka innanríkisráðherra, Ögmundi Jónassyni, skilning hans á þessum málum. Nefnd sem hann skipaði í vor vinnur nú að því að meta áhrif tekju- skerðingarinnar á þjónustu sóknanna. Samkvæmt upplýsingum ráðherra þá hafa sóknargjöld lækkað um 20% frá fjárlögum ársins 2008 að teknu tilliti til úrsagna úr þjóðkirkjunni. Á sama tíma hafa greiðslur til stofnana innanríkisráðuneytisins hækkað vegna verðlagsbóta um 5%. Þetta er umhugsunarvert. Við höfum verið í góðri trú í samskiptum við ríkið um að mæta áföllum þjóðarbúsins og tekið undir þau sjónarmið að þjóðkirkjunni væri ekki vandara um en öðrum að taka á sig skerðingar. Hér kemur í ljós að söfnuðir og sameiginlegir sjóðir þjóðkirkjunnar og önnur trúfélög hafa þurft að axla þyngri byrðar en aðrir. Kirkjuráð taldi mikilvægt að fá úttekt á stjórnsýslu og starfsemi Biskupsstofu og sjóða kirkjunnar. Skýrsla þar að lútandi liggur hér fyrir á kirkjuþingi. Þar eru margvíslegar ábendingar sem snúast um verkaskiptingar hjá yfirstjórn og skipulag fjármála og þjónustu. Flest af því sem þarna er bent á hefur verið til umfjöllunar á kirkjulegum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.