Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Blaðsíða 32

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Blaðsíða 32
32 Kirkjan og kynferðisofbeldi. Hvað höfum við lært? Hvernig höldum við áfram? Erindi Dr. Sólveigar Önnu Bóasdóttur forseta guðfræði- og trúarbragðafræðideildar Háskóla Íslands Biskup Íslands, innanríkisráðherra, vígslubiskupar, forseti kirkjuþings, heiðraða kirkjuþing, aðrir gestir. Ég þakka þann heiður að hafa verið beðin um að flytja erindi við upphaf kirkjuþings íslensku þjóðkirkjunnar um svo vandasamt mál sem kynferðislegt ofbeldi er. Fyrir tilstuðlan kirkjuþings hefur að undanförnu mikið starf verið unnið um þetta málefni eins og flestir vita. Þar ber hæst skýrslu Rannsóknarnefndar kirkjuþings frá því í sumar sem og vinnu sérstakrar nefndar sem aukakirkjuþing setti á laggir í júní sl. Allt þetta starf kemur mér þannig fyrir sjónir að þar hafi verið unnið af heilindum með það eitt að markmiði að gera kirkjuna að heilbrigðari og öruggari stað fyrir alla sem til hennar leita. Í erindi mínu beini ég sjónum að því hvað við höfum þegar lært um kynferðisofbeldi í kirkjunni og hvernig megi halda áfram með þá þekkingu. Til útskýringar á því sem á eftir kemur vil ég í upphafi segja örfá orð um skilning minn á kirkjunni og siðferðilegu erindi hennar í heiminum. Kirkjan þiggur umboð sitt frá Jesú Kristi sem samkvæmt frásögum Nýja testamentisins stóð með hinum fátæku, kúguðu og jaðarsettu. Þannig byggir réttlætishugsun kristinnar kirkju á minningunni um persónu Jesú, líf hans og dauða. Siðferðilegt erindi kirkjunnar er aðeins eitt: Að fylgja fordæmi Jesú. Að vera lærisveinn Jesú í heiminum birtist einkum á tvenns konar hátt: Í samlíðan og samstöðu með þeim manneskjum sem þurfa á stuðningi að halda. Þessar tvær dygðir Nýja testamentisins, samlíðan og samstaða, tjá annars vegar siðferðilega hlið og hins vegar samfélagslega hlið þess að vera sannur lærisveinn. Samlíðan er hin siðferðilega dygð, en samstaða hin samfélagslega. Uppspretta beggja er sú sama: Hinn nýi veruleiki Guðsríkisins sem er kærleikur. Þannig er það siðferðileg köllun og ábyrgð kirkjunnar að berjast gegn kynferðislegu ofbeldi með því að taka að sér fórnarlömb þess, líða með þeim, standa með þeim. Að læra af mistökum og halda áfram göngu sinni er lífsins saga. Krísa sú sem íslenska þjóðkirkjan hefur átt í um nokkra hríð, vegna ásakana um að starfsmenn hennar hafi beitt kynferðislegu ofbeldi, sem og að kirkjan hafi ekki höndlað þær ásakanir með réttum hætti, er sársaukafull. Samtímis kallar krísan á breytingar og nýja möguleika. Þannig geta straumhvörf í jákvæðri merkingu orðið afleiðing krísu og einmitt þannig virðist mér að flestir sem starfa innan íslensku þjóðkirkjunnar séu reiðubúnir að líta á hlutina um þessar mundir. Eitthvað gott verður að koma út úr þessu öllu. Eitt af því sem kirkjan hefur lært er að hún er ekki ein á báti. Fjöldi annarra kirkna víða um heim deilir samskonar reynslu. Þessi staðreynd er reyndar fyrst og fremst harmræn og því huggunarlítil. Með góðum vilja má þó snúa henni upp í það að segja að þar með hafi margt orðið ljósara og skýrara. Hér er ég fyrst og fremst að tala um varnarviðbrögð kirkjunnar sem sýna sig vera svipuð alls staðar. Víðast hvar í heiminum bregðast starfsmenn kirkjunnar þannig við að þeir eiga erfitt með að trúa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.