Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Blaðsíða 120

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Blaðsíða 120
120 22. mál kirkjuþings 2011 Flutt af biskupi Íslands Samþykkt þannig að lokinni umfjöllun í allsherjarnefnd: Þingsályktun um stefnu þjóðkirkjunnar um kristniboð. Stefna þjóðkirkjunnar um kristniboð Grundvöllur Jesús sagði: „Farið út um allan heim og prédikið fagnaðarerindið öllu mannkyni.“ (Mark. 16.15). Biðjandi, boðandi og þjónandi kirkja er sendiför að boði hans. Hugtakið „kristniboð“ er notað til að lýsa því verki sem Drottinn kallar kirkju sína að vinna að boða orð hans, víðfrægja dáðir hans, vitna um hjálpræði hans, fræða um vilja hans og þjóna að vilja hans heiminum, sköpunarverkinu og jarðarbörnum öllum til heilla. Markmið Þjóðkirkjan í sveit og borg er hluti af þessari sendiför, þáttur í alheimssamfélagi kristninnar. Hennar meginhlutverk er í nærsamfélaginu en hún ber líka skyldur og ábyrgð gagnvart þeim stóra heimi sem Guð skapar og elskar og gaf son sinn til að frelsa. „Sóknin hlynni að samfélagi umhyggju og kærleika, láti sér annt um að vernda mannslífið á ólíkum skeiðum þess, og bera þannig vitni um hina kristnu von og kærleika með líknarþjónustu, svo og með aðild að hjálparstarfi og kristniboði kirkjunnar“ (Samþykktir um innri mál kirkjunnar, II. kafli). Þjóðkirkjan vinnur að því að söfnuðir þjóðkirkjunnar styrkist í kristniboðsköllun sinni, finni sig hluta hinnar alþjóðlegu kirkju og minnist hlutverks síns í boðun og útbreiðslu trúarinnar heima og heiman. Það verði gert með: • Boðun: Að vitna um kærleika Guðs í Jesú Kristi • Samtali: Að trú mæti trú í trausti og heilindum • Þjónustu: Að þjóna náunganum með umhyggju og miskunnsemi • Þróunarhjálp: Að leggja fjármuni fram til að bæta lífskjör fátækra, efla menntun og styðja þau sem sinna þeim málefnum á akrinum • Samfélagi: Að miðla með sér af náðargjöfum og efnislegum gæðum öðrum söfnuðum, kirkjum, einstaklingum til blessunar með guðsþjónustu, bæn, uppörvun og styrk. Með bæn, boðun og þjónustu um land allt vinnur þjóðkirkjan að friði, skilningi milli einstaklinga og þjóða, kynþátta og trúarbragða, og vill á þann hátt vekja og glæða vitund fyrir köllun sérhvers kristins manns að stuðla að réttlæti og sáttargjörð í heiminum. Þjóðkirkjan lítur á kristniboðið sem málefni kirkjunnar allrar, hjartans mál og hugsjón í sérhverjum söfnuði sínum. Biðjandi, boðandi og þjónandi kirkja vinnur að því á vettvangi safnaða sinna að móta og styrkja samfélag sem stuðlar að heimi sem er laus úr viðjum ranglætis og kúgunar, þar sem konur og karlar njóta manngildis, virðingar, réttlætis, jafnræðis og frelsis til að lifa lífi sínu í friði og sátt. Þjóðkirkjan stuðlar með starfi sínu og þjónustu að heilbrigðu viðhorfi einstaklinga og samfélags til þróunarhjálpar sem mótist af gagnkvæmni og heilindum hins trúa ráðsmanns, þar sem kirkjur og hjálparsamtök, stjórnvöld og frjáls félagasamtök hafa sínu hlutverki að gegna. Þar sem allir njóta jafnréttis sem ráðsmenn þess lífs og heims sem Guð gefur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.