Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Blaðsíða 51

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Blaðsíða 51
51 sóknargjöld að vera kr. 1.019 á mánuði árið 2011 en eru nú 698 kr. á mánuði og verða samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2012 677 kr. á mánuði. Skerðingin nemur því 31,5% á árinu 2011. Sóknargjöld o.fl. Biskup og framkvæmdastjóri kirkjuráðs áttu fund með fjármálaráðherra, Steingrími J. Sigfússyni, snemma árs 2011 þar sem biskup ræddi m.a. stöðu sókna almennt og lýsti þeirri skoðun að ekki yrði gengið lengra í niðurskurði sóknargjalda en orðið er þar sem sóknir geta ekki lengur tekið á sig meiri niðurskurð. Sama ætti við um endurgjald ríkisins fyrir afhentar kirkjujarðir samkvæmt kirkjujarðasamkomulagi ríkis og kirkju frá 1997. Einnig gengu kirkjuráðsmenn á fund fjárlaganefndar Alþingis í desember sl. og hvöttu til þess að dregið yrði úr skerðingu sóknargjalda árið 2011. Fjárhagsáætlun 2012. Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2012 hefur verið lagt fram. Gert er ráð fyrir 3% niðurskurði á fjárlagaliðum þjóðkirkjunnar. Unnin hafa verið drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 og fyrri umræða kirkjuráðs um úthlutun úr Jöfnunarsjóði sókna og um fjárhagsáætlun kirkjumálasjóðs 2012 hefur farið fram. Áætlanirnar verða lagðar fram og kynntar á kirkjuþingi 2011 í 2. máli. Fjárhagsáætlanir verða yfirfarnar og samþykktar endanlega á desemberfundi kirkjuráðs. Fasteignir. Um fasteignanefnd Samkvæmt 5. gr. starfsreglna um prestssetur og aðrar fasteignir þjóðkirkjunnar nr. 950/2009, skipar kirkjuráð þriggja manna fasteignanefnd þjóðkirkjunnar til fjögurra ára og þrjá varamenn til sama tíma. Kirkjuþing tilnefnir tvo fulltrúa en kirkjuráð skipar formann án tilnefningar. Kirkjuráð skipaði fasteignanefnd til eins árs, þ.e. fyrir árið 2010 og hafði kirkjuþing 2009 tilnefnt tvo fulltrúa í þá nefnd til eins árs. Síðan tilnefndi kirkjuþing 2010 tvo kirkjuþingsfulltrúa og tvo til vara í fasteignanefnd þjóðkirkjunnar til fjögurra ára þau Margréti Jónsdóttur og sr. Svavar Stefánsson. Varamenn eru Margrét Björnsdóttir og og Egill Heiðar Gíslason. Kirkjuráð samþykkti að skipa Bjarna Kr. Grímsson, kirkjuþingsfulltrúa, sem formann fasteignanefndar frá og með 1. apríl 2011 og Ingu Rún Ólafsdóttur, kirkjuþingsfulltrúa, sem varaformann. Kirkjuráð hefur sett nefndinni erindisbréf en verkefni hennar eru tiltekin nokkuð nákvæmlega í starfsreglum. Nefndin er skipuð til 31. desember 2013. Um störf fasteignasviðs Fasteignasvið Biskupsstofu hefur með höndum umsýslu og rekstur fasteigna kirkju- málasjóðs og fylgir eftir ákvörðunum fasteignanefndar. Fasteignir kirkjumálasjóðs eru um 100 talsins, þar af 69 prestssetur. Nýjar starfsreglur um prestssetur og aðrar fasteignir kirkjunnar tóku gildi í ársbyrjun 2010. Ýmsir verk- ferlar varðandi fasteignaumsýslu hafa verið endurskoðaðir og leitast hefur verið við að gæta aðhalds í hvívetna við þrengri fjárhagsaðstæður en áður. Skipulag vegna skjala og upplýsinga hefur verið endurbætt. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, lögfræðingur og forstöðumaður fasteignasviðs Biskupsstofu hefur sagt upp starfi sínu og hefur verið auglýst eftir nýjum starfsmanni. Helstu mál sem kirkjuráð hefur fjallað um frá síðasta kirkjuþingi og varða fasteignir eru eftirfarandi:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.