Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Side 51
51
sóknargjöld að vera kr. 1.019 á mánuði árið 2011 en eru nú 698 kr. á mánuði og verða
samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2012 677 kr. á mánuði. Skerðingin nemur því
31,5% á árinu 2011.
Sóknargjöld o.fl.
Biskup og framkvæmdastjóri kirkjuráðs áttu fund með fjármálaráðherra, Steingrími J.
Sigfússyni, snemma árs 2011 þar sem biskup ræddi m.a. stöðu sókna almennt og lýsti
þeirri skoðun að ekki yrði gengið lengra í niðurskurði sóknargjalda en orðið er þar
sem sóknir geta ekki lengur tekið á sig meiri niðurskurð. Sama ætti við um endurgjald
ríkisins fyrir afhentar kirkjujarðir samkvæmt kirkjujarðasamkomulagi ríkis og kirkju
frá 1997. Einnig gengu kirkjuráðsmenn á fund fjárlaganefndar Alþingis í desember sl.
og hvöttu til þess að dregið yrði úr skerðingu sóknargjalda árið 2011.
Fjárhagsáætlun 2012.
Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2012 hefur verið lagt fram. Gert er ráð fyrir 3%
niðurskurði á fjárlagaliðum þjóðkirkjunnar. Unnin hafa verið drög að fjárhagsáætlun
fyrir árið 2012 og fyrri umræða kirkjuráðs um úthlutun úr Jöfnunarsjóði sókna og um
fjárhagsáætlun kirkjumálasjóðs 2012 hefur farið fram. Áætlanirnar verða lagðar fram
og kynntar á kirkjuþingi 2011 í 2. máli. Fjárhagsáætlanir verða yfirfarnar og
samþykktar endanlega á desemberfundi kirkjuráðs.
Fasteignir.
Um fasteignanefnd
Samkvæmt 5. gr. starfsreglna um prestssetur og aðrar fasteignir þjóðkirkjunnar nr.
950/2009, skipar kirkjuráð þriggja manna fasteignanefnd þjóðkirkjunnar til fjögurra
ára og þrjá varamenn til sama tíma. Kirkjuþing tilnefnir tvo fulltrúa en kirkjuráð
skipar formann án tilnefningar. Kirkjuráð skipaði fasteignanefnd til eins árs, þ.e. fyrir
árið 2010 og hafði kirkjuþing 2009 tilnefnt tvo fulltrúa í þá nefnd til eins árs. Síðan
tilnefndi kirkjuþing 2010 tvo kirkjuþingsfulltrúa og tvo til vara í fasteignanefnd
þjóðkirkjunnar til fjögurra ára þau Margréti Jónsdóttur og sr. Svavar Stefánsson.
Varamenn eru Margrét Björnsdóttir og og Egill Heiðar Gíslason. Kirkjuráð samþykkti
að skipa Bjarna Kr. Grímsson, kirkjuþingsfulltrúa, sem formann fasteignanefndar frá
og með 1. apríl 2011 og Ingu Rún Ólafsdóttur, kirkjuþingsfulltrúa, sem varaformann.
Kirkjuráð hefur sett nefndinni erindisbréf en verkefni hennar eru tiltekin nokkuð
nákvæmlega í starfsreglum. Nefndin er skipuð til 31. desember 2013.
Um störf fasteignasviðs
Fasteignasvið Biskupsstofu hefur með höndum umsýslu og rekstur fasteigna kirkju-
málasjóðs og fylgir eftir ákvörðunum fasteignanefndar.
Fasteignir kirkjumálasjóðs eru um 100 talsins, þar af 69 prestssetur. Nýjar starfsreglur
um prestssetur og aðrar fasteignir kirkjunnar tóku gildi í ársbyrjun 2010. Ýmsir verk-
ferlar varðandi fasteignaumsýslu hafa verið endurskoðaðir og leitast hefur verið við
að gæta aðhalds í hvívetna við þrengri fjárhagsaðstæður en áður. Skipulag vegna
skjala og upplýsinga hefur verið endurbætt.
Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, lögfræðingur og forstöðumaður fasteignasviðs
Biskupsstofu hefur sagt upp starfi sínu og hefur verið auglýst eftir nýjum starfsmanni.
Helstu mál sem kirkjuráð hefur fjallað um frá síðasta kirkjuþingi og varða fasteignir
eru eftirfarandi: