Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Blaðsíða 5

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Blaðsíða 5
5 Setningarræða forseta kirkjuþings, Péturs Kr. Hafstein Aukakirkjuþing 2011 er sett, 45. kirkjuþing. Verið öll hjartanlega velkomin til þessa aukakirkjuþings á öndverðu sumri. Látum kærleika og heilindi, sáttfýsi og sanngirni stýra verkum okkar öllum í dag og jafnan endranær á akri þjóðkirkjunnar. Í starfsreglum um þingsköp kirkjuþings er forseta heimilað að boða til auka- kirkjuþings þegar brýna nauðsyn ber til „með eigi skemmri fyrirvara en eins mánaðar.“ Þetta er ekki í góðu samræmi við það ákvæði þjóðkirkjulaganna að forseta beri að kalla þingið saman innan viku frá því krafa um slíkt kemur fram frá þriðjungi kirkjuþingsmanna. Forsætisnefnd mun á haustþinginu leggja fram tillögu um lag- færingu þingskapa að þessu leyti. Til þessa aukakirkjuþings hefur verið boðað af brýnni ástæðu í því skyni að þingið geti rækt skyldur sínar í erfiðu máli sem æðsta stofnun þjóðkirkjunnar – sá lýðræðislegi vettvangur sem mótar og markar stefnu kirkjunnar, stærstu fjöldahreyfingar íslensku þjóðarinnar. Ef enginn hreyfir and- mælum lítur forseti svo á að þingheimur samþykki afbrigði frá þingsköpum og til þessa aukakirkjuþings sé þá réttilega stofnað. Á síðasta kirkjuþingi í nóvember á liðnu ári var eitt sæti autt og er enn, sæti vígslu- biskupsins í Skálholti. Séra Sigurður Sigurðarson var þá rúmfastur á sjúkrahúsi og háði lokabaráttu sína við illvígan sjúkdóm. Eftir slit kirkjuþings 19. nóvember sendi ég honum blóm og kveðju í nafni þingsins með góðri fyrirbæn. Sex dögum síðar var vígslubiskup allur. Séra Sigurður var fæddur á prestssetrinu í Hraungerði í Flóa 30. maí 1944, nokkrum dögum fyrir lýðveldistöku á Íslandi í skugga heimsstyrjaldar. Hann var sonur hjónanna frú Stefaníu Gissurardóttur og séra Sigurðar Pálssonar, prests í Hraungerði og á Selfossi, síðar prófasts í Árnesprófastsdæmi og vígslubiskups í Skálholtsstifti. Séra Sigurður tók við prestsstarfi af föður sínum á Selfossi 1971 og gegndi því til ársins 1994 er hann var skipaður vígslubiskup í Skálholti með aðsetur þar á staðnum. Sem slíkur sat hann á kirkjuþingi í hálfan annan áratug. Séra Sigurður gegndi marg- víslegum trúnaðarstörfum um sína daga, var m.a formaður Prestafélags Suðurlands 1972 til 1974, stjórnarmaður í Prestafélagi Íslands 1984 til 1990, þar af formaður félagsins 1987 til 1989, og átti um langt árabil sæti í helgisiðanefnd þjóðkirkjunnar. Eftirlifandi eiginkona séra Sigurðar er frú Arndís Jónsdóttir skólastjóri og áttu þau tvö börn og einn fósturson sem er látinn. Við minnumst hins fallna vígslubiskups í Skálholti með virðingu og þökk með því að rísa úr sætum. Virðulegi þingheimur. Ég sagði að kirkjuþing væri nú kallað saman til aukafundar til að geta rækt skyldur sínar í erfiðu máli sem æðsta stofnun þjóðkirkjunnar. Kirkjuþing samþykkti einum rómi í nóvember á liðnu ári að setja á laggirnar rannsóknarnefnd til að kanna viðbrögð og starfshætti þjóðkirkjunnar vegna ásakana á hendur Ólafi Skúlasyni biskupi um kynferðisbrot. Þetta var óhjákvæmileg ákvörðun eins og mál höfðu þróast á liðnum misserum. Þetta var gert í því skyni að hreinsa andrúmsloftið og líta í eigin barm, að þjóðkirkjan sýndi að hún vildi og gæti horfst í augu við raunveruleikann og dregið lærdóma af því sem miður kynni að hafa farið í hennar húsum. Kirkjuþing stofnaði einnig og ekki síður til þessarar rannsóknar til að styrkja og efla kirkjuna til viðnáms
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.