Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Side 86

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Side 86
86 samantekt á hverju erindi og ljósmyndum. Framsögum var einnig endurvarpað á Rás1, í þættinum í Heyranda hljóði. Könnun á viðhorfum Framtíðarhópur efndi til könnunar í október og nóvember 2011 á viðhorfum fólks til ýmissa þátta í kirkjulífinu og skipulagi kirkjunnar. Könnunin var send rafrænt til sóknarnefndafulltrúa, fulltrúa á leikmannastefnu, fulltrúa í héraðsnefndum, biskupa, kirkjuþingsfulltrúa, formanna sóknarnefnda, djákna og presta. Spurt var um líf og starf þjóðkirkjunnar, skipulag hennar, um tengsl ríkis og þjóðkirkju, sem og kirkju- og þjóðfélagsbreytingar á Íslandi. Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar á kirkjuþingi 2011. Verkefni framtíðarhóps Kall tímans er að þjóðkirkjan snúi sjónum fram á veginn. Lagt er til að kirkjuþing hnykki á mikilvægi þess að verja fjármunum og tíma til framtíðarvinnu. Efna þarf til umræðu sem víðast í kirkjunni um hvað horfir til bóta í þjónustu og starfi kirkjunnar. Vegna skertra tekna verður líka að ræða sem víðast um hvað eigi að setja í forgang í starfi kirkjunnar og hvað ekki. Hvað er mikilvægast? Þarft væri að kanna viðhorf og afstöðu meðlima þjóðkirkjunnar í kjölfar kirkjukönnunarinnar. Samskipti ríkis og kirkju voru rædd í stjórnarskrárfrumvarpi Stjórnlagaráðs og hafa einnig verið til skoðunar vegna þjóðkirkjufrumvarps milliþinganefndar. Ákveða þarf hvernig kirkjan heldur því verki áfram. Það mál varðar kirkjuna miklu. Þeir þættir sem nefndir eru í greinargerð með 24. máli kirkjuþings 2010 þarfnast enn skoðunar. Fram er komið nýtt mál á kirkjuþingi 2011, þ.e. nr. 25, um skipan nefndar til að vinna að tillögu um skilgreiningu á hugmyndafræði og sýn þjóðkirkjunnar á starfi, skipulagi og þjónustu þjóðkirkjunnar. Tillagan skarast við vinnu framtíðarhóps kirkjuþings. Framtíðarhópur kirkjuþings fagnar þessari tillögu, en leggur til aðra nálgun. Lagt til að í stað sjö manna nefndar sem tillaga 25. máls gerir ráð fyrir verði fram- tíðarhópur kirkjuþings lagður niður og nýr 10 manna hópur skipaður. Mikilvægt er að þeir hópar, sem vinna að framtíðarmálum á vegum kirkjuþings, vinni náið saman. Verkefni hópsins verði þrjú, að gera tillögur um: 1. Tengsl ríkis og kirkju. 2. Sam- félagslegt hlutverk kirkjunnar og safnaða hennar; 3. Innri mál: Skipan kirkjustarfs, þjónustu í söfnuðum og samstarf í þjóðkirkjunni. Hópurinn skipti með sér verkum og verði þrír í hverjum undirhóp, en hinn tíundi verði formaður og verkstjóri og tengill hópa. Árni Svanur Daníelsson hefur unnið með framtíðarhóp kirkjuþings og er honum þökkuð þjónusta, sem og frummælendum og þátttakendum í málþingum og á fundum. Reykjavík 2. nóvember 2011 Birna G. Konráðsdóttir Hjalti Hugason Sigurður Árni Þórðarson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.