Félagsbréf - 01.09.1963, Síða 16

Félagsbréf - 01.09.1963, Síða 16
Nafn þitt er mœr Nafn þitt er mær. Björt af söng og yndi birtist þú á vegi mínum. Þú komst til mín í eyðimörk hinnar illu þagnar og gafst mér liiminblámann að drekka. Oafvitandi, eins og helgimynd, snertir þú mig höndum þínum læknandi, og blóð upprisunnar rann mér í æðar af barnslega vankunnandi munni þínum. Nafn þitt er auðarlín. Björt af leik og draumi birtist þú í eyðimörkinni. Óafvitandi, eins og helgimynd, gafstu mér gróðurilminn og vorið, og hendur þínar leiddu mig út í birtuna blá, birtuna hvítu. Nafn þitt er hrund. Björt af gáska og þrá birtist þú mér. Sól ertu og sunnanblær á hausti mínu, uppsprettan í fjallbrekkunni, lind dýjamosans. Og hve góðar eru hendur þínar, vina mín, hendur þínar læknandi. Óafvitandi, eins og helgimynd snertir þú enni mitt og hjartastað. Nafn þitt er kona. Og úr draumnum um þig skapaði maðurinn eilífðina.

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.