Félagsbréf - 01.09.1963, Blaðsíða 18

Félagsbréf - 01.09.1963, Blaðsíða 18
Tónn, hugblær, tilfinning þessara sagna eru háð hinni næmskynjuðu um- hverfislýsingu, skyggni höfundarins á hversdagslega hluti og óbrotna sem í senn er „raunsæ“ og dálítið upphafin, ljóðræn: hún er umgerð og staðfesta mannlýsinganna sem sjálfar eru gerð- ar á alveg sambærilegan hátt. Sjálf- sagðir hlutir eru séðir í réttu umhverfi sínu en í senn skipað í nýtt samhengi: þeir vísa til innri, mannlegs veruleika. Þetta kann að þykja bág skilgreining, enda er henni ekki ætlað nema benda til eiginleika sem gæðir sum ljóð Hannesar mestum þokka að mínu viti. Hér er t.d. Haustvísa: Störin á flánni er fölnuð og nú fer enginn um veginn annar en þú. f dimmunni greinirðu daufan nið og veizt þú ert kominn að vaðinu ú ánni.... Þokki þessa litla Ijóðs, sem mér hefur löngum þótt perla Kvæðabókar, er ekki auðskýrður fyrir þeim sem skynjar hann ekki sjálfur. Væntanlega leyfist að tala um „tilfinningu“ í ljóðinu (sem er annað en segja að það sé „um“ tilfinningu), en hún kann þá að virð- ast óljós, óákveðin; hún er ekki „skýrð á skiljanlegan hátt“, svo að gripið sé til aðfenginnar glósu*, en staðfest í ljóðinu sjálfu einföldum orðum. Þetta * Sbr. um þetta timaritið Jörð, I. 1963, þar er viklð greindarlega að nokkrum ijóð- um Hannesar Péturssonar. Tímaritið er ,,tek- lð saman" a£ Þorsteini Gylfasyni og Sverrl Hólmarssyni. rýrir ekki gildi ljóðsins: það er ein- mitt allt komið undir þessari aðferð- Dæmi sams konar vinnubragða, sama hlutbundna, jafnvæga ljóðmáls, eru auðrakin í Kvæðabók þar sem fjölmörg kvæðin njóta þeirra margvíslega, og jafnvel sum sem ekki eru annað en leikur með gamalkunn og þrautnotuð „ljóðhugtök“ (Nunna t.d.). Og víst gætir þeirra enn í sumum síðari ljóð- um Hannesar, einkum í annarri bók- inni, en hið hófstillta, heila jafnvægi sem jafnólík ljóð njóta og Ung stúlka, Gamalmenni, Kopernikus, Djákninn á Myrká, Þorp í Óðinsskógi er víðast horfið þar, eða á hvörfum. Hannes seilist til óhlutbundnari yrkisefna sem hið hversdagslega, eða „raunsæja“, Ijóðmál Kvæðabókar hæfir ekki til fullnustu. Og þar sem ort er af til- teknu, áþreifanlegu tilefni gætir sums staðar viðhorfsvilja sem var blessun- lega fjarri fyrri ljóðunum. Ég veit ekki hvort Sumarnótt í Skagafirði ei tilvaldast dæmi þess arna, en þar virð- ist mér þó gæta veikleika sem nær sér betur niðri í öðrum ljóðum sem minni eru fyrir sér í í sumardölum. Sumarnótt hefst á viðhafnarlegri, fal- legri náttúrusýn; síðan kemur þessi „raunsæja“ lýsing: Hestar að nasla á votum völlum. Vinnulúnir menn sofa í ró, fá heilnæma hvild undir herðabreiðum fjöllum. Spillir ekki næstsíðasta orðið í næst- síðustu línu þessu gullfallega ljóði? Er ekki heilnœma óþörf árétting þeg- ar á undan er komið í ljóðinu lognblár, til vœrSar, í ró, að ógleymdu þögul, 14 FÉLAGSBRÉF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.