Félagsbréf - 01.09.1963, Qupperneq 22

Félagsbréf - 01.09.1963, Qupperneq 22
viðhorf (eða ,,meðvitund“) staðfest i ljóðunum sjálfum. Ég leyfi mér að ætla að Hannes Pétursson viti fullvel hvað hann ætli sér í Röddum á daghvörfum. Mér virðist öll viðleitni hans eftir Kvæða- bók stefna í eina og sömu átt, til æ ríkari, fyllri einfaldleika, og ég hygg að aðrir þættir Stundar og staða njóti hennar til muna betur. Segjum með Kristjáni Karlssyni að „leit að jafn- vægi“ vaki að baki öllum skáldskap Hannesar Péturssonar. En hið hóf- stillta, fjarlæga jafnvægi æskuljóð- anna nægir honum ekki þegar frá líð- ur; og tilraunir hans síðan að tjá hug sinn allan í jafn-ópersónulegum, hlutlægum stíl lánast ekki. Hann stefn- ir að nýju jafnvægi orðs og hluta, ljóðs og lifandi veruleika ná. Ljóð hans verður að koma öllum við. Eins og mörgum samtíðarskáldum öðrum er tungan, ljóðið, orðin Hann- esi Péturssyni tamt viðfangsefni; og hefur svo verið frá upphafi þótt Stund og staðir, og þá einkum veigamesti þáttur bókarinnar, Stund einskis, stund alls, virðist hreinræktaðri metapóesía en fyrri kveðskapur hans. í Kvæðabók kann viðhorf Hannesar við orðunum að sýnast með yfirborðs- legasta móti með köflum: Og orðin hafa þyngzt. Þó lyftum við ýmsum: Hvert ætlarðu — En höggum vart sumum: Grikkir — Fróðlegt er að líta á tvö ljóð sem Hann- es hefur ort um Rainer Maria Rilke, annað í Kvæðabók, hitt í Stund og stöðum. Yngra ljóðið, Við gröf Rilkes, 18 FÉLAGSBRÉF er óbrotið, svo nakið að þarf við kynn- ingar, umgengni til að það komist til skila. (Eru ekki í því þrjár sterkustu Ijóðlínurnar í allri bókinni?) Hið eldra, Rilke, ber þokka sinn allan á yfirborði þótt viðhorfi skálds við skáldi sé lýst á snjallan hátt: Því hann, sé okkur leitin langa kunn er landslag sem við berum djúpt í hug, innar en hitt sem skein svo bjart og blátt í bernsku; í yngra Ijóðinu hverfur Rilke til „inn- hverfu jarðar“, í „þögn úr járni“, — en hann gerði skáldinu „steinana byggi- lega“. — En í Kvæðabók staðhæfir Hannes reyndar vanda skáldsins með næsta einföldum orðum í einu ljóði a. m. k. (Fögnuður): Segjum við ]>eim sem þekkja lífið betur um þennan fögnuð nokkurn hlut sem ber ei tómahljóð að eyrum þeirra, orð sem ekkert merkja lengur, orð dauð orð? Og eftir Kvæðabók virðist þessi frurn- vandi skálds og skáldskapar Hannesi æ hugstæðari unz hann er í Stund og stöðum orðinn aðalviðfangsefni skálds- ins: vandinn að tjá hugsun sína rétt, en einnig, og miklu fremur, hinn meiri vandi: að skynja tíma sinn rétt, að lifa hugsun sína. Tortryggnin á orðinu, leitin að orðum leynir með sér vantrú á sjálfri skynjuninni; vandi skáldsins er vandi mannsins. I Stund og stöðum er víða rætt um útlegð mannsins „frá hlutunum“, frá náttúrlegu umhverfi og uppruna, öðr-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.