Félagsbréf - 01.09.1963, Page 23

Félagsbréf - 01.09.1963, Page 23
um mönnum, einangrun hans í of- þröngu völundarhúsi langt frá þeim dögum er óx í brjósti mínu sú veröld sem augun litu. Annað stef bókarinnar er hverfleikinn, ostöðugleiki allra hluta: maðurinn er séður á reikulli göngu á beru svæði, án fótfestu, athvarfs. Ég hygg að sá spurnar- og alvörutónn sem svo mjög gætir í síðari ljóðum Hannesar Pét- urssonar sé fremur afleiðing þessa per- sónulega vanda en áhyggju af heims- viðburðum og pólitík; og fullgild tján- ing vandans, hlutgerving hans, er með sínum hætti lausn hans, eða a. m. k. upphaf lausnar. I sumardölum kann að virðast fjölbreytilegri bók og sælli af ljóðrænum þokka en Stund og staðir, en þó hygg ég að í síðustu bókinni kom- ist Hannes næst því að staðhæfa vanda sinn „rétt“. Má vera að sjálf kveðskap- araðferð hans hafi með einhverjutn hætti verið honum fjötur um fót: þótt ljóðmál Hannesar í I sumardölum sé með köflum glæsilegt, virðist það, eins og áður var vikið að, ekki fullnægja viðleitni hans, og af því stafar með köflum brothljómur, eða tómahljóð, í Ijóðunum. Hannesi Péturssyni virðist með köfl- um hætta til að líta á „útlegð“ manns- ins sem einhvers konar land- og líf- fræðilega villu. Það er að vísu ævin- lega tiltækilegt að tefla fram bernsku mannsins, náttúru landsins, uppruna- legum „sætleik“ jarðarinnar til and- stöðu við daglegan hversdagsleik, „heimbyggð þess vana sem ómerkir reynslu og gerð“, eða glórulausan tóm- leik eilífðarhugmyndanna; en þetta við- horf leynir með sér hættu á ódýrleika. Það er maðurinn sjálfur, hér og nú, sem mestu skiptir í skáldskapnum, og hinar hugmyndirnar, bernska, náttúra, jörð, eilífð osfrv., eru ekki annað en tilbrigði við lýsingu hans. Og mér virðist að í nokkrum ljóðum í Stund og stöðum komist Hannes lengra í því en fyrr eða annars staðar að staðhæfa hug sinn, eða það sem maður gæti með hátíðlegum orðum kallað vanda manns- ins nú á dögum, beint, án útbrota- samra umskrifta: Undarleg dögun: andspænis þögnuðum guði eldast mín augu líður líf mitt hjá. Undarleg: tími merktur tvídrægum vilja og ugg mettur af yzta myrkri og þó svo göfugur þó svo fagur og þó svo nýr. Þetta er lokaljóðið úr Stund einskis, stund alls, þar sem stíll Hannesar er einna nýstárlegastur í bókinni (og er þó vert t. d. að gefa gaum ljóðstafa- setningunni í flokknum). Hér gætir ekki lengur náttúruskyns Hannesar, ekki hins skynbundna, myndræna ljóð- máls fyrri ljóðanna, og sjálft orðfæri hans er svo einfalt að kærulausum les- anda kann að sjást yfir list þess. En í þessum ljóðum lánast honum fyrsta sinni að fá óhlutbundinni og lítt skynjaðri tilfinningu sannlegan, jafn- gildan búning, þar sem söguleg skír- FÉLAGSBRÉF 19

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.