Félagsbréf - 01.09.1963, Page 24

Félagsbréf - 01.09.1963, Page 24
skotun og blæbrigði sjálfrar tungunnar koma í stað ytri skynjunar. Stíllinn er hér allur andiægur, innhverfur, en aftur í viðkvæmu jafnvægi: það er sagt sem verður sagt. Ritdómendur sem fjallað hafa um ljóð Hannesar Péturssonar hafa löngum hneigzt til þess að reyna að draga á- lyktanir af lestri .sínum um framtíð hans. Formáli þeirra er jafnan hinn sami: hann hafi í fyrstu bók sinni sýnt svo og svo mikla verðleika, nú sé vandi hans að halda í réttu horfi, og það lánist honum svo og svo sem þeir á- kveða. Enginn steinn skal hér dreginn í þessa dys umfram það sem þegar kann að vera orðið, enda stefnir þetta spjall ekki að neinni tæmandi „úttekt“ á skáldskap Hannesar. Hins vegar leyf- ist mér væntanlega að láta að lokum í ljós þá skoðun mína að Stund og stað- ir sé ójafnasta og í senn viðkvæm- asta hók hans til þessa. Kannski eru hér sum lökustu ljóð hans, en einnig þau sem einna djarflegast er stefnt í nýjan áfanga. „Ég klýf ekki heiminn í gagnstæð- ur“, segir hér að bókarlokum í hinni fögru sonnettu um guðinn Janus, þann sem felur í „næmri vitund“ náttúru, hluti og menn og einingu alls þessa: Um skynjun mína fellur hin hljóða, en hraða hrynjandi þess sem er til. Berst mér í senn, einum kliði, hrynjandi stundar og staða. Skáldskapur Hannesar Péturssonar hef- ur frá öndverður verið vitsmunalegur, hugsaður í beztu merkingu þessara orða: hann forfellur sjaldan í „ljóðræn“ einka- mál, eða rímaða hugsanasmíð; skoðun og skynjun eiga löngum eðlilega sam- fylgd. Hannes hefur stundum sætt lofi fyrir rækt við „þjóðlega“ skáld- skaparhefð, en lof og last á slíkum rökum einum er vanalegast vottur misskilnings. Nær er að líta á hreyf- inguna í ljóðstíl hans, og á undan- bragðalausa ögun stílsins; þar er freistandi að sjá upphaf mikilsháttar skáldskapar. Viðleitni ljóðsins er ævin- lega söm: að gera óstöðugum lieimi óforgengilega spegilmynd, formbundna og nýskynjaða í senn. Janusarhöfuð skáldskaparins horfir jafnt út sem inn, tvö andlit og þó eitt, og í síbreytileg- um svip þess speglast stöðugt það sem „er til“. 20 FÉLAGSBRÉF

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.