Félagsbréf - 01.09.1963, Qupperneq 24

Félagsbréf - 01.09.1963, Qupperneq 24
skotun og blæbrigði sjálfrar tungunnar koma í stað ytri skynjunar. Stíllinn er hér allur andiægur, innhverfur, en aftur í viðkvæmu jafnvægi: það er sagt sem verður sagt. Ritdómendur sem fjallað hafa um ljóð Hannesar Péturssonar hafa löngum hneigzt til þess að reyna að draga á- lyktanir af lestri .sínum um framtíð hans. Formáli þeirra er jafnan hinn sami: hann hafi í fyrstu bók sinni sýnt svo og svo mikla verðleika, nú sé vandi hans að halda í réttu horfi, og það lánist honum svo og svo sem þeir á- kveða. Enginn steinn skal hér dreginn í þessa dys umfram það sem þegar kann að vera orðið, enda stefnir þetta spjall ekki að neinni tæmandi „úttekt“ á skáldskap Hannesar. Hins vegar leyf- ist mér væntanlega að láta að lokum í ljós þá skoðun mína að Stund og stað- ir sé ójafnasta og í senn viðkvæm- asta hók hans til þessa. Kannski eru hér sum lökustu ljóð hans, en einnig þau sem einna djarflegast er stefnt í nýjan áfanga. „Ég klýf ekki heiminn í gagnstæð- ur“, segir hér að bókarlokum í hinni fögru sonnettu um guðinn Janus, þann sem felur í „næmri vitund“ náttúru, hluti og menn og einingu alls þessa: Um skynjun mína fellur hin hljóða, en hraða hrynjandi þess sem er til. Berst mér í senn, einum kliði, hrynjandi stundar og staða. Skáldskapur Hannesar Péturssonar hef- ur frá öndverður verið vitsmunalegur, hugsaður í beztu merkingu þessara orða: hann forfellur sjaldan í „ljóðræn“ einka- mál, eða rímaða hugsanasmíð; skoðun og skynjun eiga löngum eðlilega sam- fylgd. Hannes hefur stundum sætt lofi fyrir rækt við „þjóðlega“ skáld- skaparhefð, en lof og last á slíkum rökum einum er vanalegast vottur misskilnings. Nær er að líta á hreyf- inguna í ljóðstíl hans, og á undan- bragðalausa ögun stílsins; þar er freistandi að sjá upphaf mikilsháttar skáldskapar. Viðleitni ljóðsins er ævin- lega söm: að gera óstöðugum lieimi óforgengilega spegilmynd, formbundna og nýskynjaða í senn. Janusarhöfuð skáldskaparins horfir jafnt út sem inn, tvö andlit og þó eitt, og í síbreytileg- um svip þess speglast stöðugt það sem „er til“. 20 FÉLAGSBRÉF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.