Félagsbréf - 01.09.1963, Side 25
.1. D. SALINGER
JVú er veður fyrir bananajisk
Á hótelinu vóru komnir níutíu og
sjö auglýsingamenn frá New York og
höfðu lagt undir sig landsímalínurnar
svo rækilega, að stúlkan á 507 varð að
bíða frá hádegi og framundir klukkan
hálf-þrjú, áður en hún næði sambandi.
Hún var samt ekki iðjulaus á meðan.
Hún las grein í smábrotstímariti handa
konum, „Kynferðislíf er leikur — eða
kvalræði.“ Hún þvoði úr greiðu sinni
og hárbursta. Hún náði bletti úr mó-
leitri dragt, sem hún átti. Hún færði
til tölu í blússu frá Saksverzlun. Hún
sleit tvö hár úr móðurmerki sínu með
töng. Loks hringdi símastúlkan, og þá
sat hún á gluggabekknum og var að
Ijúka við að lakka neglur vinstri
handar.
Þetta var stúlka, sem kippti sér ekki
upp við símahringingu. Það var engu
líkara en hún hefði búið við hringj-
andi síma óslitið frá því að hún kom
til gagns.
Meðan síminn hélt áfram að hringja,
strauk hún með litla lakkburstanum sín-
um yfir nögl litla fingurs til að af-
marka skýrar fénöglina. Síðan lét hún
hettuna aftur á lakkflöskuna, stóð upp
og veifaði þeirri hendinni, sem blaut
var, þ.e.a.s. hinni vinstri, aftur og
fram. Með þurru hendinni tók hún upp
kýfðan öskubakka og bar hann yfir á
náttborðið, þar sem síminn var. Hún
settist á annað tvírúmið — og tók
upp heyrnartólið.
„Halló,“ sagði hún, en hélt frá sér
vinstri hendi með útglenntri greip til
að óhreinka ekki hvíta silkisloppinn,
sem hún var í einum fata fyrir utan
morgunskó. Hringar hennar vóru í
baðherberginu.
„Hérna er New York fyrir yður,
frú Glass,“ sagði símastúlkan.
„Þakk fyrir,“ sagði stúlkan og
rýmdi til fyrir öskubakkann á nátt-
borðinu.
Konurödd kom úr símanum: „Ert
það þú, Muriel?“
Stúlkan hnikaði símtólinu örlítið frá
eyranu: „Já, mamma, Hvernig líður
þér?“ sagði hún.
„Ég var orðin dauðhrædd um þig.
Af hverju hefurðu ekki hringt. Er
nokkuð að þér?“
„Ég reyndi að ná í þig í gærkvöldi
og líka í fyrrakvöld. Síminn hérna
hefur verið. .. .“
„Er nokkuð að þér Muriel?“
Stúlkan víkkaði enn hornið milli
eyrans og heyrnartólsins. „Mér Iíður
FÉLAGSBRÉF 21