Félagsbréf - 01.09.1963, Side 32
þetta skýrir málið,“ sagði ungi maður-
inn.
Sybil sleppti fæti sínum: „Hefurðu
lesið Sambó litla svarta?“
„Það er skrýtið, að þú skyldir
spyrja mig um þetta,“ sagði hann, „það
vill nefnilega svo til, að ég var að ljúka
við að lesa bana í gærkvöldi. „Hann
laut niður og tók hendi hennar til
baka. „Hvernig fannst þér hún?“ sagði
hann.
„Hlupu tígrisdýrin allt í kringum
tréð?“
„Ég liélt, að þau ætluðu aldrei að
sto])]>a. Ég lief aldrei séð svona mörg
tígrisdýr.“
„Það vóru bara sex.“
„Bara sex,“ sagði ungi maðurinn.
„Kallarðu það bara.“
„Þykir þér gott vax? spurði Sybil.
„Þykir mér hvað gott?“
„Vax.“
„Já, mjög gott. Finnst þér það ekki
líka.“
Syhil kinkaði kolli. „Þykja þér góð-
ar olífur?“ spurði hún.
„Olífur, já. Olífur og vax. Get ekki
án þess verið.“
„En án Sharon Lipschutz?“ spurði
Sybil.
„Nei, sannarlega ekki,“ sagði ungi
maðurinn. „Og það sem mér líkar bezt
í fari hennar, er þetta, að hún er aldrei
vond við litla hunda í forsal hótelsins.
Litla agnar bolabítinn til dæmis, sem
frúin frá Kanada á. Þú trúir því lík-
lega varla, en sumar litlar telpur hafa
gaman af að pota í hann með blöðru-
legg. En ekki Sharon. Hún er aldrei
vond eða harðbrjósta. Þess vegna lík-
ar mér svo vel við hana.“
Sybil þagði.
„Mér finnst gott að tyggja kerti,“
sagði hún loks.
„Já, og finnst það ekki öllum?“
sagði ungi maðurinn og bleytti fæt-
urna. „Ú, hér er kalt.“ Hann kastaði
gúmmíflekanum á flot uppíloft. „Nei,
híddu aðeins, Sybil. Bíddu þangað til
við erum komin svolítið utar.“
Þau óðu út, þangað til að sjórinn
var farinn taka Syhil í mitti. Þá tók
ungi maðurinn Sybil upp og lagði hana
á magann á flekann.
„Notarðu aldrei baðhúfu eða neitt
þess konar?“ spurði liann.
„Slepptu ekki,“ skipaði Sybil. „Þú
verður að halda í mig.“
„Ungfrú Carpenter. Gerðu það fyrir
mig. Ég kann mitt fag,“ sagði ungi
maðurinn. „Haf þú bara gát með han-
anafiski. i dag er einmitt veður fyrir
bananafisk.
„Ég sé engan,“ sagði Sybil.
„Það er skiljanlegt. Lifnaðarhættir
þeirra eru mjög sérkennilegir. Mjög
sérkennilegir.“ Hann ýtti flekanum
sífellt framar. Sjórinn tók honum tæp-
lega í bringu. „Ævi þeirra er mjög
hryggileg,“ sagði hann. „Veiztu hvað
J)eir gera, Sybil?“
Hún hristi höfuðið.
„Jú, þeir synda inn í holu, J)ar sem
er mikið af banönum. Þeir eru ó-
sköp venjulegir fiskar, þegar þeir synda
inn. ^ín um leið og þeir eru komnir
inn, fara þeir að liaga sér eins og verstu
hákar. Hvað, ég veit um einstaka ban-
anafiska sem hafa synt inn í banana-
holu og etið allt upp í sjötíu og átta
banana.“ Hann ýtti fleka og farþega
eins og feti í átt til sjóndeildarhrings-
28 FÉLAGSBRÉF