Félagsbréf - 01.09.1963, Page 37

Félagsbréf - 01.09.1963, Page 37
Hugur þinn bróðir, sameinast vanda þínum í kenn- ingunni um ísinn í faðmi næturinnar, Isinn í teikni firringarinnar, utan skurðardepils- ins, þar sem gildin hafa glatað möndli sínum og runnið saman í jafnvægi óendanleikans. . . Eg hef hlustað inn í hjarnið eftir för þinni bróðir, rakið slóðir meðal kristallanna, heyrt veðurgnýinn doðna í dimman þyt á skyggðum glugga turnsins. Ferill þinn er móskan spunnin, teygð meðfram gnæfandi speglum strendinga; formóðir móðir, hví þeyttuð þið fyrrum það hjól með sefandi niði? Var þá starf ykkar aðeins smíði líkingar í þágu þessarar tíðar? Eða örlögin. . . . undir rós. . . .? 6 Og rásmælgin heldur áfram að renna gegnum greipar yfirgefinnar tilveru; rauðir og svartir hófberendur þjóta frísandi fram með örlöglausum berki hóglífra heila; á þokuslungnu kumli hrennur ósöngvinn eldur váveru. Þessi þrjú samannjörvuðu mæti, þessi langsviðnu tré sem bera þar við himin langt að haki: hver mundi reikna sér þau til skjóls á glærfægðum margfleti þvílíkra auðna? Þú finnur hjarta þitt fjarlægjast unz sláttur þess hefur aðjafnazt anda þessara slóða, snæborin fiðrildi svífa hrímuðum vængjum inn í hlóð þitt og þú meðtekur veturinn í þessum fíngerðu táknum sem þrátt fyrir allt eiga sér vin í sumri; Vin og von. Isinn og veturinn og kristallarnir, fiðrildin og hjartað og sumarið; misdimmir hnettir á ferð í geimi sem er gáta umhverfis sól sem er draumi vígð —

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.