Félagsbréf - 01.09.1963, Page 42

Félagsbréf - 01.09.1963, Page 42
ir veikleika hans marga eða öllu held- ur vegna þeirra. Sagan kemur, sem eðlilegt er, nokk- uð mikið inn á stjórnmálabaráttu okk- ar tíma. Það er að segja, hún tekur snið af henni. Ekki er hún gerð eftir forskrift frá neinum stjórnmálaflokki, sem nú er til á Islamii. Enda er nú sýnt orðið, að vinsældir höfundarins eykur hún ekki hjá þeim. Einna lielzt gætu jafnaðarmenn talið ksöguna hlynnta sinni stefnu, en sennilega eru þeir fáu, sem eftir eru þar í sveit hættir að lesa bækur, — og aukast þá vin- sældir höfundarins ekki þar lieldur. Grein þín heitir: Hjólnöfur eða brennidepill. En brennidepill í þessu sambandi hlýtur að þýða öxulgatið á vagnhjólinu. Eins og þú munt vita, seg- ir í annarri bók um annan veg, — og þó í eðli sínu hinn sama, — að væri ekki öxulgatið, hlyti vagninn að standa kyrr. Ég hef með þessu bréfi verið að reyna að lagfæra öxulgatið á skilningi þínum og hefði þurft betur að gera. Ég endurtek að lokum þakklæti mitt til þín fyrir greinina. Ekki kann ég orð yfir það, hve vænt mér þótti um að fá hana. Þögnin um bókiua fannst mér ekki góð. Þú ert rithöfundur og þú hlýtur að vita, hvernig þetta er. Rit- dóma. Umfram allt ritdóma. Skamm- ir eru miklu betri en þögn. Komi þær, og maður segir hinn ánægðasti yfir sjálfum sér: Misskilningur, góði. Ég veit betur. Fáein lofsyrði eru alltaf þægileg sönn og þá fyrirgefur maður allt. Bréfið er ekki lengra, utan fal- legustu kveðjuorð málsins: Vertu blessaður og sæll. Stefán Jónsson. 38 FÉLAGSBRÉF

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.